Sigurjón Sighvatsson vill kvikmynda bók Yrsu Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2011 09:14 Yrsa Sigurðardóttir gaf út skáldsöguna Ég man þig fyrir síðustu jól. Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem var ein mest selda bók liðins árs og situr nú í efsta sæti Bóksölulistans. Sigurjón Sighvatsson segir í tilkynningu að Ég man þig skeri sig á margan hátt frá öðrum sakamálasögum um þessar mundir. „Um er að ræða svokallaðan „yfirnáttúrulegan trylli, en ekki „hefðbundinn trylli" þar sem persóna lögreglumannanna er í forgrunni. Sagan sækir meira í íslenska sagnahefð um yfirnáttúrulega atburði en hinn klassíska ameríska noir trylli, sem nú er orðinn að alþjóðlegu fyrirbæri. Umgjörð sögunnar, mikilfengleg íslensk náttúra gerir sérstöðu bókarinnar ennþá meiri og því spennandi efni í kvikmynd sem í senn er alíslensk en hefur um leið alþjóðlega skírskotun," segir Sigurjón. Ég man þig er sjötta glæpa- og spennusaga Yrsu Sigurðardóttur og segir frá ungu fólki sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um miðjan vetur en það fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Hún virðist hafa verið hugfangin af syni hans sem hvarf fyrir þremur árum - og fannst aldrei. Sigurjón Sighvatsson hefur framleitt yfir fjörutíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn David Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma en meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. Sigurjón er nú að ljúka lokafrágangi kvikmyndarinnar The Killer Elite með Robert DeNiro, Jason Statham og Clive Owen í aðalhlutverkum og mun hún verða tilbúin fyrir haustið. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem var ein mest selda bók liðins árs og situr nú í efsta sæti Bóksölulistans. Sigurjón Sighvatsson segir í tilkynningu að Ég man þig skeri sig á margan hátt frá öðrum sakamálasögum um þessar mundir. „Um er að ræða svokallaðan „yfirnáttúrulegan trylli, en ekki „hefðbundinn trylli" þar sem persóna lögreglumannanna er í forgrunni. Sagan sækir meira í íslenska sagnahefð um yfirnáttúrulega atburði en hinn klassíska ameríska noir trylli, sem nú er orðinn að alþjóðlegu fyrirbæri. Umgjörð sögunnar, mikilfengleg íslensk náttúra gerir sérstöðu bókarinnar ennþá meiri og því spennandi efni í kvikmynd sem í senn er alíslensk en hefur um leið alþjóðlega skírskotun," segir Sigurjón. Ég man þig er sjötta glæpa- og spennusaga Yrsu Sigurðardóttur og segir frá ungu fólki sem er að gera upp hús á Hesteyri í Jökulfjörðum um miðjan vetur en það fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu. Hún virðist hafa verið hugfangin af syni hans sem hvarf fyrir þremur árum - og fannst aldrei. Sigurjón Sighvatsson hefur framleitt yfir fjörutíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn David Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma en meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. Sigurjón er nú að ljúka lokafrágangi kvikmyndarinnar The Killer Elite með Robert DeNiro, Jason Statham og Clive Owen í aðalhlutverkum og mun hún verða tilbúin fyrir haustið.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira