Björgólfur Thor kýs ekki um Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2011 18:30 Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira