Flóknar "alvöruviðræður" við Alcoa um Bakka 18. mars 2011 18:15 Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa. Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni. Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað, en Landsvirkjun segir að þar komi til bæði aukin sala og hærra verð vegna verðhækkana á áli. Þannig hækkaði meðalraforkuverð til stóriðju um 32 prósent milli ára, úr 19,5 upp í 25,7 dollara á hverja megavattstund. Áherslan er nú á Þingeyjarsýslur, segir Hörður Arnarson forstjóri. "Það er ljóst að öll okkar áhersla er á það núna að finna kaupendur sem vilja staðsetja sig á Norðausturlandi. Þar eru þeir orkukostir sem við höfum næst á eftir Búðarhálsi," segir Hörður. Æðstu ráðamenn Alcoa lýstu því yfir á Íslandi í síðasta mánuði að þeir hefðu enn fullan hug á að reisa álver við Húsavík og í síðustu viku fundaði sendinefnd Landsvirkjunar með Alcoa-mönnum í New York. Hörður staðfestir að viðræður standi yfir við Alcoa en kveðst ekki vilja ræða um einstaka aðila. Þegar hann er spurður hvort samningaviðræður séu hafnar um verð eða hvort þetta séu aðeins könnunarviðræður svarar Hörður: "Nei, þetta eru ekki könnunarviðræður. Þetta eru alvöruviðræður, í fullri alvöru, og að sjálfsögðu er meðal annars verið að ræða um verð. Það er einnig verið að ræða margt annað sem er í svona flóknum samningum. En ég endurtek líka að við erum að ræða við fjölmarga aðra aðila sem eru ekki síður áhugasamir en Alcoa." -Þannig að Alcoa er ekki endilega númer eitt í röðinni? "Það er enginn númer eitt. Þetta eru allt mjög æskilegir viðskiptavinir, mjög góð fyrirtæki, og vonandi náum við bara sem fyrst að landa samningum við einhvern þeirra." Hörður staðfestir að Alcoa er tilbúið að laga sig að orkugetu héraðsins. "Ef þeir væru ekki tilbúnir að laga sig að þessu, þá værum við ekki að ræða saman." Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Lausafjárstaða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari. Forstjórinn segir að áherslan verði nú á Þingeyjarsýslur og staðfestir að samningaviðræður standi yfir við Alcoa. Ársreikningur Landsvirkjunar sem birtur var í dag sýnir hreinar eignir upp á 188 milljarða króna, sem skiluðu á síðasta ári 26 milljörðum króna í handbært fé, og átti fyrirtækið um áramót 66 milljarða króna í lausu fé, sem er það mesta í sögunni. Auknar raforkutekjur af álverum skýra aukinn hagnað, en Landsvirkjun segir að þar komi til bæði aukin sala og hærra verð vegna verðhækkana á áli. Þannig hækkaði meðalraforkuverð til stóriðju um 32 prósent milli ára, úr 19,5 upp í 25,7 dollara á hverja megavattstund. Áherslan er nú á Þingeyjarsýslur, segir Hörður Arnarson forstjóri. "Það er ljóst að öll okkar áhersla er á það núna að finna kaupendur sem vilja staðsetja sig á Norðausturlandi. Þar eru þeir orkukostir sem við höfum næst á eftir Búðarhálsi," segir Hörður. Æðstu ráðamenn Alcoa lýstu því yfir á Íslandi í síðasta mánuði að þeir hefðu enn fullan hug á að reisa álver við Húsavík og í síðustu viku fundaði sendinefnd Landsvirkjunar með Alcoa-mönnum í New York. Hörður staðfestir að viðræður standi yfir við Alcoa en kveðst ekki vilja ræða um einstaka aðila. Þegar hann er spurður hvort samningaviðræður séu hafnar um verð eða hvort þetta séu aðeins könnunarviðræður svarar Hörður: "Nei, þetta eru ekki könnunarviðræður. Þetta eru alvöruviðræður, í fullri alvöru, og að sjálfsögðu er meðal annars verið að ræða um verð. Það er einnig verið að ræða margt annað sem er í svona flóknum samningum. En ég endurtek líka að við erum að ræða við fjölmarga aðra aðila sem eru ekki síður áhugasamir en Alcoa." -Þannig að Alcoa er ekki endilega númer eitt í röðinni? "Það er enginn númer eitt. Þetta eru allt mjög æskilegir viðskiptavinir, mjög góð fyrirtæki, og vonandi náum við bara sem fyrst að landa samningum við einhvern þeirra." Hörður staðfestir að Alcoa er tilbúið að laga sig að orkugetu héraðsins. "Ef þeir væru ekki tilbúnir að laga sig að þessu, þá værum við ekki að ræða saman."
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira