Íslenski boltinn

Ásmundur og Andri í viðræðum við Víkinga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Mynd/E. Stefán
Víkingur er nú að leita að þjálfara í stað Leifs Garðarssonar og hefur átt í viðræðum við þá Ámund Arnarsson, þjálfara Fjölnis, og Andra Marteinsson, þjálfara Hauka.

Jón Björn Skúlason, formaður knattspyrnudeildar Hauka, staðfesti í samtali við Vísi að félagið hafi gefið Andra leyfi til að ræða við Víkinga.

Hann sé þó enn þjálfari Hauka í dag, í það minnsta þar til annað kemur í ljós.

Hins vegar hefur Vísir heimildir fyrir því að Ásmundur sé efstur á óskalista Víkinga. Viðræður séu þó á viðkvæmu stigi eins og málin standa nú.

Kristján Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, vildi þó ekkert láta hafa eftir sér um málið.

Leifi Garðarssyni var sagt upp störfum hjá Víkingi í síðustu viku eins og fjallað var um ítarlega þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×