Íslenski boltinn

Andri ráðinn til Víkings - Magnús tekur við Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings til næstu þriggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Víkinni nú rétt í þessu.

Andri var áður þjálfari Hauka en hætti störfum þar í gær. Samkvæmt heimildum Vísis verður tilkynnt síðar í dag að Magnús Gylfason muni taka við stöðu hans þar en Haukar hafa boðað til blaðamannafundar síðar í dag.

Leifur Garðarsson tók við Víkingi haustið 2008 og kom liðinu upp í Pepsi-deild karla í haust. Hins vegar hefur hann flækst í umdeild mál undanfarnar vikur eins og hefur verið fjallað um áður.

Andri kom Haukum upp í Pepsi-deildina haustið 2009 en liðið féll svo strax aftur í 1. deildina eftir síðastliðið tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×