Innlent

Auðveldara að nota Facebook peninga en íslenskar krónur

Símon Birgisson skrifar
Samskiptasíðan Facebook mun taka upp sinn eigin gjaldmiðil í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta boða byltingu í gjaldmiðlamálum - í framtíðinni verði auðveldara að kaupa vörur fyrir sýndargjaldmiðil Facebook en íslenskar krónur.

Sannkallað Facebook æði er á Íslandi og þeir eru fáir sem ekki nýta sér þennan byltingarkennda samskiptavef. Nú hafa stjórnendur vefsins tilkynnt að í sumar fari öll viðskipti á vefnum eingöngu fram með sérstökum facebook gjaldmiðli sem kallast facebook-credits.

„Það eru 600 milljónir inn á Facebook og aukin viðskipti fara fram og nú frá miðju ári verður bara notaður þessi eigin sýndargjaldmiðil og ég held að þessi sýndargjaldmiðill og aðrir munu hafa mikil áhrif á aðra gjaldmiðla framávið," segir Orri Hauksson.

Orri hélt ræðu á þekkingardegi iðnaðarins á Hótel Nordica í dag. Þar ræddi hann um þróun rafrænna gjaldmiðla og áhrif þeirra á þær hefðbundnu krónur og aura sem við þekkjum í dag.

„Ef þú værir staddur í Missouri í BNA væri auðveldara að kaupa eitthvað fyrir Facebook gjaldmiðil en íslenskar krónur. En auðvitað sýnir þetta að það verður erfitt að stýra peningamálum heimsins án þess að taka tillit til þess hvað er að gerast í rafrænum viðskiptum," segir Orri og bætir við: Famtíðin gæti verið sú að sýndargjaldmiðlar verði skráðir til jafns við evrur og dollara. Þeir munu hafa áhrif á raunhagkerfið og hinn físíska heim. En hvenær þeir taki við, ég skal ekki spá fyrir um það."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.