Fótbolti

Sjö sigrar í röð hjá Þjóðverjum í undankeppni EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Oezil og Mario Gomez fagna einu markanna í dag.
Mesut Oezil og Mario Gomez fagna einu markanna í dag. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýskaland er komið með tíu stiga forskot í riðli sínum í undankeppni EM í fótbolta eftir 3-1 útisigur á Aserbaídsjan í dag. Þjóðverjar hafa unnið alla sjö leiki sína í undankeppninni með markatölunni 22-3.

Mesut Özil, leikmaður Real Madrid, skoraði fyrsta markið á 30. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Mario Gomez, leikmann Bayern Munchen, ellefu mínútum síðar.

Murad Huseynov minnkaði muninn fyrir Aserbaídsjan á 89. mínútu en Andre Schürrle, leikmaður Bayer Leverkusen, innsiglaði sigurinn mínútu síðar.

Þýskaland er með 21 stig en Belgar eru í 2. sæti í riðlinum með 11 stig. Tyrkir eru með 10 stig en eiga leiki inni á efstu tvö liðin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×