Íslenski boltinn

Guðjón Baldvinsson búinn að skrifa undir hjá KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Baldvinson.
Guðjón Baldvinson.
Guðjón Baldvinson er búinn að fá sig lausan frá sænska félaginu GAIS og hefur í framhaldinu skrifað undir þriggja ára samning við KR. Vefsíðan fótbolti.net segir frá þessu.

Guðjón fór til sænska liðsins eftir tímabilið 2008 en náði aldrei að festa sig í sessi hjá félaginu. Hann var lánaður til KR síðasta sumar og skoraði þá 10 mörk í aðeins 13 leikjum. Guðjón hefur alls skorað 19 mörk í 34 leikjum í úrvalsdeild karla.

Guðjón hefur spilað með KR á undirbúningstímabilinu en hann fór einnig til reynslu í Póllandi og Rússlandi. Það hefur legið lengi fyrir að hann væri ekki að fara spila með sænska liðinu en nú er hann loksins laus allra mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×