Innlent

Fjárlögin rædd í skugga deilna um Nubo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár hefjist á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar í samtali við Vísi. Ekki var gert ráð fyrir fjárfestingu kínverjans Huangs Nubo í forsendum fjárlaga. Þó er ljóst að umræðan um fjárlögin mun fara fram í skugga deilna stjórnarliða um þá ákvörðun innanríkisráðherra að heimila ekki fjárfestinguna.

Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, segir að frumvarpið hafi verið afgreitt út úr nefndinni í andstöðu við vilja minnihlutans. Sjálfstæðismönnum þyki málið ekki nægilega vel unnið í nefnndinni. „Sérstaklega það sem lítur að tekjuhluta fjárlagafrumvarpsins. Í annan stað erum vð með athugasemdir varðandi niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni, sem er illa ígrundaður og flausturskenndur,“ segir Kristján.

Þá segir Kristján að sjálfstæðismenn hafi lagt til að opin heimild sem fjármálaráðherra hefur haft til þess að skuldbunda ríkissjóð um tugi milljarða króna verði lögð niður. Þar vísar hann meðal annars í málefni tengd SpKef. Sjálfstæðismenn vilji að ráðherra þurfi að fá heimild þingsins áður en slíkar skuldbindingar séu gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×