Innlent

Ólafur afhendir verðlaun vegna Forvarnardagsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir í dag, verðlaun og viðurkenningar í ratleik og myndbandasamkeppni Forvarnardagsins 2011. Athöfnin fer fram á Bessastöðum. Verðlaunahafar koma bæði frá grunnskólum og framhaldsskólum víða að af landinu, svo sem frá Selfossi, Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá forsetaembættinu segir að meðal gesta verði foreldrar og fjölskyldur verðlaunahafa sem og fulltrúar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands, Skátahreyfingunni og öðrum aðstandendum forvarnardagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×