Kaþólski biskupinn hafnar ásökunum um þöggun Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2011 00:17 Herra Pétur Bürcher biskup hafnar ásökunum um þöggun. Mynd/ GVA Það er rangt að halda því fram að kaþólski biskupinn á Íslandi hafa þagað yfir ásökunum á hendur starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi. Þetta segir Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Fréttatímans um ásakanir á hendur fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla og samstarfskonu hans sem eru látin. „Rétt er að síðastliðinn vetur fékk biskup kaþólsku kirkjunnar bréf þar sem lýst var kynferðislegri áreitni á hendur einum af prestum kirkjunnar sem þá var nýlátinn. Þá kom fram í bréfinu að bróðir viðkomandi hafi orðið fyrir áreitni af hálfu fyrrum skólastjóra Landakotsskóla og samstarfskonu hans sem einnig eru látin," segir í yfirlýsingu biskups. Herra Pétur Bürcher segir að af hálfu embættis sins hafi þá þegar verið brugðist við með þeim hætti að fundað hafi verið með viðkomandi manni og í kjölfarið átt sér stað bréfaskipti milli aðila. Kaþólska kirkjan hafi ekki getað tekið afstöðu til þeirra alvarlegu ásakana sem settar voru fram gagnvart fyrrum starfsmönnum kirkjunnar. Sá sem bar fram ásakanirnar hafi verið hvattur til að leita til yfirvalda vegna málsins og myndi kirkjan veita alla þá aðstoð sem unnt væri til að upplýsa málið. Í yfirlýsingu biskups kaþólsku kirkjunnar kemur fram að úrlausn málsins hafi verið unnin í samráði við lögmann kaþólsku kirkjunnar. Biskupinn hafi verið boðaður til fundar í innanríkisráðuneytinu. Þann fund hafi ráðherra setið auk ráðuneytisstjóra, fulltrúa lögreglu og Barnaverndarstofu. Biskup kaþólsku kirkjunnar hafi gert grein fyrir viðbrögðum við áðurnefndu bréfi og upplýst ennfremur að kirkjan í samráði við biskupa í hinum Norðurlöndunum ynni að gerð samræmdrar áætlunar við viðbrögðum við málum eða ásökunum af þessu tagi. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Það er rangt að halda því fram að kaþólski biskupinn á Íslandi hafa þagað yfir ásökunum á hendur starfsmönnum kaþólsku kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi. Þetta segir Pétur Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, í yfirlýsingu til fjölmiðla vegna umfjöllunar Fréttatímans um ásakanir á hendur fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla og samstarfskonu hans sem eru látin. „Rétt er að síðastliðinn vetur fékk biskup kaþólsku kirkjunnar bréf þar sem lýst var kynferðislegri áreitni á hendur einum af prestum kirkjunnar sem þá var nýlátinn. Þá kom fram í bréfinu að bróðir viðkomandi hafi orðið fyrir áreitni af hálfu fyrrum skólastjóra Landakotsskóla og samstarfskonu hans sem einnig eru látin," segir í yfirlýsingu biskups. Herra Pétur Bürcher segir að af hálfu embættis sins hafi þá þegar verið brugðist við með þeim hætti að fundað hafi verið með viðkomandi manni og í kjölfarið átt sér stað bréfaskipti milli aðila. Kaþólska kirkjan hafi ekki getað tekið afstöðu til þeirra alvarlegu ásakana sem settar voru fram gagnvart fyrrum starfsmönnum kirkjunnar. Sá sem bar fram ásakanirnar hafi verið hvattur til að leita til yfirvalda vegna málsins og myndi kirkjan veita alla þá aðstoð sem unnt væri til að upplýsa málið. Í yfirlýsingu biskups kaþólsku kirkjunnar kemur fram að úrlausn málsins hafi verið unnin í samráði við lögmann kaþólsku kirkjunnar. Biskupinn hafi verið boðaður til fundar í innanríkisráðuneytinu. Þann fund hafi ráðherra setið auk ráðuneytisstjóra, fulltrúa lögreglu og Barnaverndarstofu. Biskup kaþólsku kirkjunnar hafi gert grein fyrir viðbrögðum við áðurnefndu bréfi og upplýst ennfremur að kirkjan í samráði við biskupa í hinum Norðurlöndunum ynni að gerð samræmdrar áætlunar við viðbrögðum við málum eða ásökunum af þessu tagi.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira