Innlent

Hefði átt að yfirheyra opinberlega

Árni Páll Árnason. Mynd/Anton Brink
Árni Páll Árnason. Mynd/Anton Brink

Óskiljanlegt er að rannsóknarnefnd Alþingis hafi ekki starfað fyrir opnum tjöldum við gerð skýrslu sinnar, sem kemur út í dag. Þetta er mat Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra. „Þessi óþreyja og spenna sem er í samfélaginu núna hefði alls ekki þurft að vera, ef þetta hefði bara verið gert opinbert jafnóðum," segir Árni.

Sjálfur mælti Árni með því í ræðu í október 2008 að sú leið yrði farin: „Ég held að erfitt sé að finna mál sem er betur til þess fallið að vera prófsteinn á hið nýja fyrirkomulag sem forsætisnefnd Alþingis hefur kynnt um opna nefndarfundi [...] svo almenningi verði ljóst hvernig þetta gat gerst og allir geti talað þar með hreinskiptum og opnum hætti og ekki sé reynt að draga nokkra dul á hvernig þessi atburðarás varð," sagði hann þá á Alþingi.

„Ég varð ekki var við það að nokkur tæki undir þetta í þingumræðum eða annars staðar. En auðvitað hefði verið betra að gera þetta eins og nágrannaþjóðirnar," segir Árni Páll. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndina mátti hún upplýsa um efni hennar að vild áður en sjálf skýrslan kæmi út.- kóþ







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×