Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd 15. september 2010 18:56 Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira