Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd 15. september 2010 18:56 Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira