Geta tekið róló í fóstur 15. ágúst 2010 13:01 Reykvíkingar geta framvegis tekið leikvelli í nágrenni sínu í fóstur ef hugmynd borgarstjórnarmeirihlutans verður að veruleika. Formaður umhverfisráðs segir börn ekki eiga að þurfa að venjast því að vera á illa hirtum og ljótum leikvöllum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram tillögu í borgarráði fyrir helgi um að bjóða borgarbúum leikvelli til fósturs. En hvað í ósköpunum þýðir það? „Hugmyndin gengur semsagt út að íbúar geti tekið leikvelli í nágrenni sínu í hálfgert fóstur þannig að þeir sjái um viðhald og endurbætur á þeim með aðkomu í borgarinnar í formi efniskostnaðar og leiðbeininga," segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður umhverfisráðs Reykjavíkur. Karl segir fjölmarga borgarbúa vilja taka til hendinni í sínum hverfum. „Viðbrögðin hafa verið ofboðslega góð. Bæði eftir að við kynntum þetta og áður höfðum við tekið eftir gríðarlega miklum áhuga fólks til að fá að taka til hendinni í sínum hverfum, sérstaklega á leikvöllunum. Þannig að það greinlega áhugi fyrir þessu." Karl segir nú unnið að því í stjórnsýslunni að gera hugmyndina að veruleika, útbúa verklagsreglur og annað slíkt. Borgarráð frestaði því að taka afstöðu til tillögu meirihlutans, en Karl segist vona að þetta verði samþykkt í hlutaðeigandi ráðum sem fyrst, og þá verði hægt að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hann segist telja að verkefnið muni gera mikið fyrir borgina. „Þetta mun náttúrulega lífga upp á borgina og gera hana skemmtilegri. Börnin okkar eiga ekki að þurfa að venjast að vera í ömurlega, illa hirtum og ljótum leikvöllum. Þau eiga að venjast því að hafa fallegt í kringum sig. Þannig koma þau síðar sjálf til að með að gera fallegt í kringum sig," segir Karl. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Reykvíkingar geta framvegis tekið leikvelli í nágrenni sínu í fóstur ef hugmynd borgarstjórnarmeirihlutans verður að veruleika. Formaður umhverfisráðs segir börn ekki eiga að þurfa að venjast því að vera á illa hirtum og ljótum leikvöllum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Besta flokksins lögðu fram tillögu í borgarráði fyrir helgi um að bjóða borgarbúum leikvelli til fósturs. En hvað í ósköpunum þýðir það? „Hugmyndin gengur semsagt út að íbúar geti tekið leikvelli í nágrenni sínu í hálfgert fóstur þannig að þeir sjái um viðhald og endurbætur á þeim með aðkomu í borgarinnar í formi efniskostnaðar og leiðbeininga," segir Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og formaður umhverfisráðs Reykjavíkur. Karl segir fjölmarga borgarbúa vilja taka til hendinni í sínum hverfum. „Viðbrögðin hafa verið ofboðslega góð. Bæði eftir að við kynntum þetta og áður höfðum við tekið eftir gríðarlega miklum áhuga fólks til að fá að taka til hendinni í sínum hverfum, sérstaklega á leikvöllunum. Þannig að það greinlega áhugi fyrir þessu." Karl segir nú unnið að því í stjórnsýslunni að gera hugmyndina að veruleika, útbúa verklagsreglur og annað slíkt. Borgarráð frestaði því að taka afstöðu til tillögu meirihlutans, en Karl segist vona að þetta verði samþykkt í hlutaðeigandi ráðum sem fyrst, og þá verði hægt að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hann segist telja að verkefnið muni gera mikið fyrir borgina. „Þetta mun náttúrulega lífga upp á borgina og gera hana skemmtilegri. Börnin okkar eiga ekki að þurfa að venjast að vera í ömurlega, illa hirtum og ljótum leikvöllum. Þau eiga að venjast því að hafa fallegt í kringum sig. Þannig koma þau síðar sjálf til að með að gera fallegt í kringum sig," segir Karl.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira