Eimskip getur ekki tapað á siglingunum 18. ágúst 2010 06:00 Kristín H. Sigurbjörnsdóttir Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ Fréttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ
Fréttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira