Innlent

Geir Waage: Ríkari trúnaðarskylda gildir um presta

Séra Geir Waage segir ríkari trúnaðarskylda gildir um presta.
Séra Geir Waage segir ríkari trúnaðarskylda gildir um presta.
Geir Waage, prestur í Reykholti segir að tilkynningaskylda presta hafi litla raunhæfa þýðingu  því án trúnaðar verði prestum aldrei trúað fyrir nokkru. Hann segir ríkari trúnaðarskyldu lagða á presta. Þetta kemur fram í grein sem Geir ritar í Morgunblaðið í dag.

Í annarri grein fyrir helgi sagði Geir að þagnarskylda presta væri hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. Ummælin vöktu hörð viðbrögð og sá Karl Sigurbjörnsson, biskup, ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann mótmælti ummælunum. Það hafa fleiri prestar gert og jafnframt kallað eftir því að biskup leysti Geir frá störfum.

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en tilefnið segir Ragna vera ummæli Geirs.

Geir segir í grein sinn í dag augljóst að prestum hvíli sú meginskylda að verja þá sem eru varnarlausir. „Eitt það úrræði sem við prestar höfum til þess að hjálpa brotaþolum, er að geta talað við brotamenn í trúnaði og þannig reynt að hjálpa þeim til að gangast við brotum sínum og láta af þeim. Ef það að tala við prest er í huga brotamanns það sama og að tala við lögregluna, þá mun hann ekki leita til prestsins,“ segir Geir.

Óheimilt að vitna í lokuðu þinghaldi



Þá bendir Geir á að í nýlegum lögum um meðferð sakamála sé lögð ríkari trúnaðarskylda á presta, forstöðumenn trúfélaga og verjendur en aðrar stéttir.

„Samkvæmt lögunum er dómara heimilt að skylda lækna, endurskoðendur, fjelagsráðgjafa, sálfræðinga og aðra til þess að upplýsa um það sem skjólstæðingur hefur trúað þeim fyrir, en sjerstakt bann lagt við því að prestar vitni um slíkt. Þannig er prestum fortakslaust bannað, jafnvel í lokuðu þinghaldi, að skýra frá því fyrir dómi sem ákærður maður hefur trúað þeim fyrir um málsatvik.“

Tengdar fréttir

Dómsmálaráðherra fundar með biskupi

Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×