Erlent

Grikkir mótmæla sparnaði

Fimmta allsherjarverkfallið hófst í Grikklandi í gær til að mótmæla aðhaldsaðgerðum.
Fimmta allsherjarverkfallið hófst í Grikklandi í gær til að mótmæla aðhaldsaðgerðum. nordicphotos/AFP

Tugir grímuklæddra ungmenna lentu í átökum við lögreglu í gær í Aþenu, höfuðborg Grikklands, á mótmælafundi sem verkalýðsfélög efndu til í tengslum við allsherjarverkfall gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Óeirðalögregla beitti táragasi og hvellsprengjum til að dreifa hópnum sem hafði kastað grjóti, brotið rúður og kveikt í ruslatunnum. Sumir réðust með bareflum að lögreglumönnum.

Sjö lögreglumenn særðust í átökunum, en þrettán mótmælendur voru handteknir.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×