Innlent

Efnahagsbrotadeild boðar til blaðamannafundar

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans boðar til blaðamannafundar í dag klukkan þrjú.

Tilefni blaðamannafundarins verður kynnt betur á fundinum en það tengist rannsókn máls hjá efnahagsbrotadeild, sem unnin er í samvinnu efnahagsbrotadeildar, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Fundurinn er haldinn sameiginlega af fulltrúum efnahagsbrotadeildar, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

Ekki er ljóst um hvaða mál ræðir en Seðlabankinn vísaði tugum mála til Fjármálaeftirlitsins í nóvember á síðasta ári vegna gruns um að á fjórða tug fyrirtækja hefðu orðið uppvís af því að misnota undanþágu um gjaldeyrishöft frá Seðlabanka Íslands með stórfelldu gjaldeyrisbraski.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×