Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein 4. maí 2010 18:57 Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Sjá meira
Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45