Innlent

Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður

Frá undirritun samningsins.
Frá undirritun samningsins.

Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins.

Í ávarpi Katrínar Júlíusdóttur ferða- og iðnaðarráðherra á Ferðamálaþingi í dag kom m.a. fram að um væri að ræða stærsta markaðsátak Íslands þar sem allir landsmenn yrðu fengnir til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu yrðu drifkrafturinn og framleiddu kynningarefni en öllum yrði boðið að nota það efni.

Þannig vildu menn gera alla Íslendinga að sendiherrum og einnig yrði kappkostað að virkja í verki alla Íslandsvini til að sýna fram á að það væri aldrei meira spennandi en nú að sækja Ísland heim. „Nú, þegar landið er að springa úr orku, er rétti tíminn til að koma," sagði ferðamálaráðherra að því er fram kemur í tilkynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×