Lífið

Dóttur Helgu Möller boðið hlutverk í Hollywood-mynd

Elísabetu var boðið hlutverk í kvikmyndinni Suicide Club en er hrædd um að ekkert verði af brottför hennar til Hollywood.
Fréttablaðið/GVA
Elísabetu var boðið hlutverk í kvikmyndinni Suicide Club en er hrædd um að ekkert verði af brottför hennar til Hollywood. Fréttablaðið/GVA
„Þetta á held ég að vera einhver táningatryllingsmynd, voða týpiskt," segir Elísabet Ormslev, dóttir söngkonunnar Helgu Möller og gömlu fótboltakempunnar Péturs Ormslev.

Elísabetu var á dögunum boðið að leika í hryllingsmynd sem framleidd verður í Hollywood. Bandarískur handritshöfundur að nafni Chris Broms fann Elísabetu á Face­book og leist vel á útlit hennar. Hann hafði samband við hana og sendi henni handritið í kjölfarið. „Ég er ekki búin að lesa allt handritið yfir, það er frekar langt. Myndin á að heita Suicide Club og snýst aðallega um eina stelpu, en það eru nokkrar aðalpersónur í myndinni," segir Elísabet, sem telur sig þó ekki hafa átt að fá neitt aðalhlutverk.

Spurð að því hvort að hún ætli að slá til, segist Elísabet vera mjög skeptísk á tilboðið. „Ég er svo hrædd við þetta. Ég er svo hrædd um að ég komi út og svo er þetta einhver klámmynd, einhver hryllingsklámmynd. Ég myndi allavega ekki fara þangað út án þess að hafa mömmu með mér," segir Elísabet hlæjandi.

Hún segir að þótt hún samþykki ekki að leika í kvikmyndinni, sé það ákveðinn heiður að vera beðin um að leika í Hollywood-kvikmynd. „Ég er einhver sautján ára íslensk stelpa í Reykjavík og er bara spurð: Hey, viltu leika í Hollywood?," segir Elísabet og hlær. - kristjana@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.