Íslenski boltinn

Gunnleifur: Vorum algjörlega á hælunum

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Við vorum ekki með neinn takt í fyrri hálfleik, vorum algjörlega á hælunum," sagði landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hjá FH eftir jafnteflið gegn Val í kvöld 1-1.

„Við náðum hinsvegar að klóra aðeins í bakkann í seinni hálfleik. Heilt yfir var þetta bara sanngjörn niðurstaða en kannski ekki ásættanleg."

Norðmaðurinn Torger Motland hefur mikið verið í umræðunni fyrir slaka frammistöðu í sumar. Miðað við innkomu hans af varamannabekknum í gær er þó mun meira í hann spunnið en menn

héldu.

„Torger fær fullt kredit. Hann hefur átt undir högg að sækja en kom inn með mikinn kraft og dró okkur hina með í það. Hann stóð sig bara mjög vel," sagði Gunnleifur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×