Heilu stöðuvötnin gufuð upp á hálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2010 18:49 Ein stærstu stöðuvötn á miðhálendi Íslands, Kjalvötn, eru horfin. Vatnamælingamaður, sem mælt hefur fjallavötn um áratugaskeið, segist aldrei hafa séð hálendið jafn þurrt og nú, - grunnvatn sé í sögulegu lágmarki. Kjalvötn eru norðvestan Þórisvatns og samkvæmt landakortum ættu þau að vera helmingi stærri en Elliðavatn. Nú sést þarna ekkert nema brúnn leirbotn. Undir venjulegum kringumstæðum væru þarna einhver stærstu náttúrulegu vötnin á hálendinu við Sprengisandsleið. En nú bregður svo við að Kjalvötn eru, í bókstaflegri merkingu, gufuð upp. Fáir þekkja vötnin á hálendinu betur en Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, og hann segir að hér sé venjulega fimm til sex metra djúpt vatn. Hann segir Kjalvötnin tvö vötn en nú sé botninn þurr og ekkert að sjá. Þetta hefur hann aldrei séð gerast áður og hefur hann þó í þrjá áratugi mælt vötnin fyrir Landsvirkjun, og raunar smalað hálendið frá unga aldri. Lækir sem alltaf sáust eru líka horfnir víða á hálendinu. Hann telur skýringuna svo sem ekki flókna: Það hefur lítið rignt á hálendinu í sumar og nánast ekkert snjóað þar tvö ár í röð. Auk þess hafi verið það hlýtt að allt vatn hafi gufað upp. Það séu fyrstu og fremst jökulárnar sem séu að skila vatni til sjávar en bergvatnsár og grunnvatn séu í sögulegu lágmarki. Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira
Ein stærstu stöðuvötn á miðhálendi Íslands, Kjalvötn, eru horfin. Vatnamælingamaður, sem mælt hefur fjallavötn um áratugaskeið, segist aldrei hafa séð hálendið jafn þurrt og nú, - grunnvatn sé í sögulegu lágmarki. Kjalvötn eru norðvestan Þórisvatns og samkvæmt landakortum ættu þau að vera helmingi stærri en Elliðavatn. Nú sést þarna ekkert nema brúnn leirbotn. Undir venjulegum kringumstæðum væru þarna einhver stærstu náttúrulegu vötnin á hálendinu við Sprengisandsleið. En nú bregður svo við að Kjalvötn eru, í bókstaflegri merkingu, gufuð upp. Fáir þekkja vötnin á hálendinu betur en Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, og hann segir að hér sé venjulega fimm til sex metra djúpt vatn. Hann segir Kjalvötnin tvö vötn en nú sé botninn þurr og ekkert að sjá. Þetta hefur hann aldrei séð gerast áður og hefur hann þó í þrjá áratugi mælt vötnin fyrir Landsvirkjun, og raunar smalað hálendið frá unga aldri. Lækir sem alltaf sáust eru líka horfnir víða á hálendinu. Hann telur skýringuna svo sem ekki flókna: Það hefur lítið rignt á hálendinu í sumar og nánast ekkert snjóað þar tvö ár í röð. Auk þess hafi verið það hlýtt að allt vatn hafi gufað upp. Það séu fyrstu og fremst jökulárnar sem séu að skila vatni til sjávar en bergvatnsár og grunnvatn séu í sögulegu lágmarki.
Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Sjá meira