Gæti átt afnotarétt að auðlindinni í mörg hundruð ár Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2010 18:30 Ekkert í gildandi lögum kemur í veg fyrir að afnotaréttur að orkuauðlindum verði framlengdur oftar en einu sinni. Það er því ekkert í lögunum sem bannar Magma Energy að hafa afnotarétt að orkuauðlindum á Reykjanesi í gegnum eignarhald sitt á HS Orku í til dæmis 500 ár. Lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var breytt árið 2008 þannig að veita mátti tímabundinn afnotarétt að auðlindum í jörðu í allt að 65 ár í senn, en handhafi afnotaréttar á síðan rétt á viðræðum um framlengingu réttarins. Ítrekað hefur komið fram hjá þingmönnum og öðrum að HS Orka geti ekki átt nýtingarrétt að auðlindum í jörðu lengur en í 130 ár. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, segir þetta sé hreinlega rangt, en hann hefur sérhæft sig í löggjöf á þessu sviði. Ekkert í lögunum sem bannar framlengingu oftar en einu sinni Er eitthvað í gildandi lögum sem kemur í veg fyrir, eða beinlínis bannar að afnotarétturinn verði framlengdur oftar en einu sinni eða oftar en tvisvar? „Nei, það er ekkert sem beinlínis bannar það. Þvert á móti er það leyft að afnotarétturinn sé framlengdur. Það er aldrei hægt að gefa afnot lengur en í sextíu og fimm ár í senn en eins og lögin eru er síðan hægt að framlengja hann um sextíu og fimm ár og aftur um sextíu og fimm ár, út í hið óendanlega, ef að lögunum verður ekki breytt í framtíðinni," segir Ketill. Í frumvarpsdrögunum árið 2008 var gert ráð fyrir fjörutíu ára afnotarétti, þessi tími var síðan lengdur í meðförum iðnaðarnefndar Alþingis. Ketill segir að undirbúningsgögn laganna sýni að einhver orkufyrirtæki hafi þrýst á að þessi tími yrði lengdur. Hvaða fyrirtæki eru þetta? „Það kemur ekki fram í gögnunum en það blasir við að það hljóti að hafa verið HS Orka eða eigendur HS Orku sem hafi viljað fá þennan rétt því hin stóru orkufyrirtækin eru ekki í einkaeigu þannig að þetta ákvæði snertir þau ekki," segir Ketill. Ketill segir að sterkar vísbendingar séu um að það hafi einmitt verið HS Orka sem hafi þrýst á að þessi afnotaréttur yrði lengdur, en á þessum tíma var FL Group eini einkaaðilinn sem átti hlut í HS Orku í gegnum Geysi Green Energy. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sæta nú endurskoðun og stendur vinna þess efnis yfir í iðnaðarráðuneytinu. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Ekkert í gildandi lögum kemur í veg fyrir að afnotaréttur að orkuauðlindum verði framlengdur oftar en einu sinni. Það er því ekkert í lögunum sem bannar Magma Energy að hafa afnotarétt að orkuauðlindum á Reykjanesi í gegnum eignarhald sitt á HS Orku í til dæmis 500 ár. Lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu var breytt árið 2008 þannig að veita mátti tímabundinn afnotarétt að auðlindum í jörðu í allt að 65 ár í senn, en handhafi afnotaréttar á síðan rétt á viðræðum um framlengingu réttarins. Ítrekað hefur komið fram hjá þingmönnum og öðrum að HS Orka geti ekki átt nýtingarrétt að auðlindum í jörðu lengur en í 130 ár. Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA, segir þetta sé hreinlega rangt, en hann hefur sérhæft sig í löggjöf á þessu sviði. Ekkert í lögunum sem bannar framlengingu oftar en einu sinni Er eitthvað í gildandi lögum sem kemur í veg fyrir, eða beinlínis bannar að afnotarétturinn verði framlengdur oftar en einu sinni eða oftar en tvisvar? „Nei, það er ekkert sem beinlínis bannar það. Þvert á móti er það leyft að afnotarétturinn sé framlengdur. Það er aldrei hægt að gefa afnot lengur en í sextíu og fimm ár í senn en eins og lögin eru er síðan hægt að framlengja hann um sextíu og fimm ár og aftur um sextíu og fimm ár, út í hið óendanlega, ef að lögunum verður ekki breytt í framtíðinni," segir Ketill. Í frumvarpsdrögunum árið 2008 var gert ráð fyrir fjörutíu ára afnotarétti, þessi tími var síðan lengdur í meðförum iðnaðarnefndar Alþingis. Ketill segir að undirbúningsgögn laganna sýni að einhver orkufyrirtæki hafi þrýst á að þessi tími yrði lengdur. Hvaða fyrirtæki eru þetta? „Það kemur ekki fram í gögnunum en það blasir við að það hljóti að hafa verið HS Orka eða eigendur HS Orku sem hafi viljað fá þennan rétt því hin stóru orkufyrirtækin eru ekki í einkaeigu þannig að þetta ákvæði snertir þau ekki," segir Ketill. Ketill segir að sterkar vísbendingar séu um að það hafi einmitt verið HS Orka sem hafi þrýst á að þessi afnotaréttur yrði lengdur, en á þessum tíma var FL Group eini einkaaðilinn sem átti hlut í HS Orku í gegnum Geysi Green Energy. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu sæta nú endurskoðun og stendur vinna þess efnis yfir í iðnaðarráðuneytinu.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira