Umfjöllun: Valsmenn heppnir að ná í stig Stefán Árni Pálsson skrifar 8. ágúst 2010 18:30 Mynd/Valli Valur og Grindavík skildu jöfn 0-0 á Hlíðarenda í 15.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Gestirnir í Grindavík hefðu hæglega getað stolið öllum stigunum undir lokin en svo varð ekki og niðurstaðan jafntefli. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Valsarar í sjöunda sæti með 18 stig, en Grindvíkingar í því tíunda með 12 stig. Valsmenn hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þeir töpuðu til að mynda 5-0 fyrir Blikum í síðustu umferð. Grindvíkingar hafa aftur á móti gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Ólafur Örn Bjarnason tók við liðinu en þeir sigruðu sterkt lið Framara á fimmtudagskvöldið. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og því var von á fínum fótbolta. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin virtust ekki vera mætt til leiks fyrsta korterið. Það var ekki fyrir en á 30. mínútu leiksins þegar fyrsta færið leit dagsins ljós, en þá átti Jón Vilhelm Ákason, leikmaður Vals, ágætt skot rétt framhjá marki Grindvíkinga. Fátt markvert gerðist næstu mínútur en síðan rétt áður en Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks fengu Valsmenn fínt færi. Rúnar Már Sigurjónsson átti gott skot að marki Grindvíkinga sem Óskar Pétursson varði ágætlega í marki gestanna. Það var greinilegt á spilamennsku beggja liða í fyrri hálfleiknum að hvorugt liðið mátti við því að tapa leiknum. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri virkilega rólega og bæði lið biðu átekta eftir því að andstæðingurinn myndi gera mistök. Það var ekki fyrir en á 74. mínútu þegar að varamaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson, leikmaður Grindvíkinga, komst í gott færi en skot hans var laust og Kjartan Sturluson í marki Valsmanna átti ekki í vandræðum með að verja. Tíu mínútum síðar fékk Grétar algjört dauðafæri fyrir gestina en Greg Ross bjargaði á línu fyrir Valsmenn. Nokkrum andartökum seinna fékk Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, fínt færi en Kjartan varði virkilega vel í marki heimamanna. Valsmenn verða að teljast virkilega heppnir að hafa náð í stig en að sama skapi var það óheppni hjá Grindvíkingum að klára ekki dæmið.Valur - Grindavík 0-0 Áhorfendur: 867Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7) Skot (á mark): 9-15 (4-5)Varin skot: Kjartan 4 - Óskar 1Horn: 9-6Aukaspyrnur fengnar: 9-5Rangstöður: 1-5Valur 4-5-1: Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 6 Greg Ross 6 Rúnar Már Sigurjónsson 4 (75. Ian David Jeffs -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Baldur Aðalsteinsson 3 (82. Þórir Guðjónsson-) Jón Vilhelm Ákason 6 Arnar Sveinn Geirsson 6 Diarmuid O´Carrol 4 (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5)Grindavík 4-4-2: Óskar Pétursson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 (77. Alexander Magnússon -) Ray Anthony Jónsson 4 (68. Grétar Ólafur Hjartarson 6 ) Scott Mckenna Ramsay 7 - maður leiksins Gilles Mbang Ondo 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Valur og Grindavík skildu jöfn 0-0 á Hlíðarenda í 15.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Gestirnir í Grindavík hefðu hæglega getað stolið öllum stigunum undir lokin en svo varð ekki og niðurstaðan jafntefli. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Valsarar í sjöunda sæti með 18 stig, en Grindvíkingar í því tíunda með 12 stig. Valsmenn hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þeir töpuðu til að mynda 5-0 fyrir Blikum í síðustu umferð. Grindvíkingar hafa aftur á móti gengið í endurnýjun lífdaga eftir að Ólafur Örn Bjarnason tók við liðinu en þeir sigruðu sterkt lið Framara á fimmtudagskvöldið. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið og því var von á fínum fótbolta. Leikurinn hófst mjög svo rólega og liðin virtust ekki vera mætt til leiks fyrsta korterið. Það var ekki fyrir en á 30. mínútu leiksins þegar fyrsta færið leit dagsins ljós, en þá átti Jón Vilhelm Ákason, leikmaður Vals, ágætt skot rétt framhjá marki Grindvíkinga. Fátt markvert gerðist næstu mínútur en síðan rétt áður en Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks fengu Valsmenn fínt færi. Rúnar Már Sigurjónsson átti gott skot að marki Grindvíkinga sem Óskar Pétursson varði ágætlega í marki gestanna. Það var greinilegt á spilamennsku beggja liða í fyrri hálfleiknum að hvorugt liðið mátti við því að tapa leiknum. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri virkilega rólega og bæði lið biðu átekta eftir því að andstæðingurinn myndi gera mistök. Það var ekki fyrir en á 74. mínútu þegar að varamaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson, leikmaður Grindvíkinga, komst í gott færi en skot hans var laust og Kjartan Sturluson í marki Valsmanna átti ekki í vandræðum með að verja. Tíu mínútum síðar fékk Grétar algjört dauðafæri fyrir gestina en Greg Ross bjargaði á línu fyrir Valsmenn. Nokkrum andartökum seinna fékk Alexander Magnússon, leikmaður Grindvíkinga, fínt færi en Kjartan varði virkilega vel í marki heimamanna. Valsmenn verða að teljast virkilega heppnir að hafa náð í stig en að sama skapi var það óheppni hjá Grindvíkingum að klára ekki dæmið.Valur - Grindavík 0-0 Áhorfendur: 867Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7) Skot (á mark): 9-15 (4-5)Varin skot: Kjartan 4 - Óskar 1Horn: 9-6Aukaspyrnur fengnar: 9-5Rangstöður: 1-5Valur 4-5-1: Kjartan Sturluson 5 Stefán Eggertsson 5 Atli Sveinn Þórarinsson 5 Martin Pedersen 6 Greg Ross 6 Rúnar Már Sigurjónsson 4 (75. Ian David Jeffs -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Baldur Aðalsteinsson 3 (82. Þórir Guðjónsson-) Jón Vilhelm Ákason 6 Arnar Sveinn Geirsson 6 Diarmuid O´Carrol 4 (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5)Grindavík 4-4-2: Óskar Pétursson 6 Loic Mbang Ondo 6 Auðun Helgason 6 Ólafur Örn Bjarnason 7 Jósef Kristinn Jósefsson 5 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 6 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 (77. Alexander Magnússon -) Ray Anthony Jónsson 4 (68. Grétar Ólafur Hjartarson 6 ) Scott Mckenna Ramsay 7 - maður leiksins Gilles Mbang Ondo 5 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Valur - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira