Þórunn Sveinbjarnardóttir grínast í fréttamanni RÚV Erla Hlynsdóttir skrifar 1. september 2010 14:59 Óheppilegt grín Þórunnar Sveinbjarnardóttur heyrðist í útvarpsfréttum RÚV „Þetta var nú bara smá grín hjá henni," segir Ægir Þór Eysteinsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann tók viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, fyrir utan stjórnarráðið fyrr í dag. Í fréttatíma RÚV heyrðist Þórunn segja í lok viðtalsins: „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér." Nú hefur komið í ljós hvað þar lá að baki. Rétt áður en viðtalið hófst ók maður framhjá þeim og öskraði út um gluggann: „Óþjóðalýður!" Ægir segir að Þórunni hafi brugðið og honum vitanlega líka. Ægir útskýrði þá fyrir Þórunni að þarna hefði verið á ferðinni frændi hans sem væri mikill grínari. „Ég sagði við hana að þetta hefði bara verið eitthvað djók," segir Ægir sem augljóslega á gamansaman frænda. Hann tók síðan viðtalið við Þórunni og kvaddi. Áður en slökkt var á upptöku Ríkisútvarpsins heyrðist þó aftur að maður hrópaði í fjarska: „Óþjóðalýður!" Þingmaðurinn ákvað þá að taka þátt í gríninu af fullum krafti og segir við Ægi: „Hún glotti og sagði við mig í gríni þessa setningu sem heyrist á upptökunni en ég ætla ekki að hafa eftir," segir Ægir. Hljóðupptökuna má heyra með því að smella hér. Ekki náðist í Þórunni við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
„Þetta var nú bara smá grín hjá henni," segir Ægir Þór Eysteinsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann tók viðtal við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingflokksformann Samfylkingarinnar, fyrir utan stjórnarráðið fyrr í dag. Í fréttatíma RÚV heyrðist Þórunn segja í lok viðtalsins: „Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér." Nú hefur komið í ljós hvað þar lá að baki. Rétt áður en viðtalið hófst ók maður framhjá þeim og öskraði út um gluggann: „Óþjóðalýður!" Ægir segir að Þórunni hafi brugðið og honum vitanlega líka. Ægir útskýrði þá fyrir Þórunni að þarna hefði verið á ferðinni frændi hans sem væri mikill grínari. „Ég sagði við hana að þetta hefði bara verið eitthvað djók," segir Ægir sem augljóslega á gamansaman frænda. Hann tók síðan viðtalið við Þórunni og kvaddi. Áður en slökkt var á upptöku Ríkisútvarpsins heyrðist þó aftur að maður hrópaði í fjarska: „Óþjóðalýður!" Þingmaðurinn ákvað þá að taka þátt í gríninu af fullum krafti og segir við Ægi: „Hún glotti og sagði við mig í gríni þessa setningu sem heyrist á upptökunni en ég ætla ekki að hafa eftir," segir Ægir. Hljóðupptökuna má heyra með því að smella hér. Ekki náðist í Þórunni við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira