Innlent

Óvíst hvort viðræður um ráðherraskipti klárist í dag

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er mætti stuttu fyrir klukkan tvö í dag á þingflokksfund Samfylkingarinnar. Á fundinum verða meðal annars fyrirhuguð ráðherraskipti kynnt.

Jóhanna sagði í viðtal við fréttamenn að það væri óvíst hvort niðurstaða muni liggja fyrir í málinu í dag. Gert er ráð fyrir því að nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taki við embættum sínum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið.

Ekki þarf að kalla saman flokksráð Samfylkingarinnar til að samþykkja nýja ráðherraskipan.

Búist er við því að Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir hætti. Þau voru ráðherrar utanflokka. Einnig er búist við því að Kristján Möller hætti sem og Álfheiður Ingadóttir.

Tveir nýir ráðherra munu því taka við keflinu. Ekki er vitað hverjir það verða en Guðbjartur Hannesson og Ögmundur Jónasson hafa oftast verið nefndir til sögunnar. Þá hefur Oddný Harðardóttir einnig verið nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×