Vilja ekki bæði Ögmund og Jón í ríkisstjórn 1. september 2010 18:53 Mikil óánægja er innan Samfylkingarinnar með að Ögmundur Jónasson sé á leið inn í ríkisstjórn á sama tíma og Jón Bjarnason situr þar áfram, en þeir eru báðir sagðir tilheyra órólegu deildinni í Vinstri grænum. Af þessum sökum hefur forsætisráðherra ákveðið að kalla saman flokksstjórnarfund í Samfylkingunni í fyrramálið. Það hefur legið í loftinu um nokkurra vikna skeið að stokkað yrði upp í ríkisstjórninni og í gærkvöldi hófst ráðherrakapallinn fyrir alvöru þegar forsætisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar einn á fætur öðrum á sinn fund í stjórnarráðinu. Í morgun komu þingflokkar stjórnarflokkanna svo saman til vinnufundar og var búist við að formenn flokkanna greindu þar frá niðurstöðum sínum varðandi nýja skipan við stjórnarborðið og þingmenn augljóslega spenntir að heyra niðurstöðuna. Fjármálaráðherra átti síðan tveggja stunda fund með forsætisráðherra í hádeginu. Forsætisráðherra sagði eftir fundinn að hún vonaði að hægt yrði að ganga frá málinu í dag en það varð ekki niðurstaðan. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er það aðallega vegna óánægju innan Samfylkingarinnar með að Jón Bjarnason sitji áfram á ráðherrastóli á sama tíma og Ögmundur Jónasson settist á ný við stjórnarborðið.Ögmundur: Jóhanna skipar til sætis Forsætisráðherra hefur umboð flokksstjórnar til að gera breytingar á ríkisstjórninni. En síðdegis var ákveðið að kalla flokksstjórnina saman klukkan tíu í fyrramálið, að loknum þingflokksfundi þar sem niðurstaðan verður kynnt. Vinstri grænir funduðu einnig fram eftir degi. „Þetta verður allt saman tilkynnt þegar þetta verður tilbúið. Fram af því ræðum við þetta ekki við fjölmiðla," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. „Það er á hendi forsætisráðherra að skipa til sætis í Stjórnarráðinu. Hún hefur ekki kallað mig til fundar," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi ráðherra. Hann vill taka sæti í ríkisstjórn á nýjan leik. „Ég er búinn að vera það í 11 mánuði. Ég fór út úr ríkisstjórninni vegna ágreinings um Icesavedeiluna. Sú deila er komin inn í allt annan farveg en hún var þá." Ef þingflokkar og flokksstjórn blessa nýjan ráðherralista í fyrramálið er reiknað með að ríkisráðsfundur verði á Bessastöðum skömmu fyrir hádegi þar sem nýir ráðherra taka við og einhverjir yfirgefa stjórnarborðið.Ögmundur og Jón kallaðir á fund Jóhönnu Nú síðdegis kallaði forsætisráðherra Ögmund Jónasson og Jón Bjarnason á sinn fund í Stjórnarráðinu, væntanlega til að ræða stöðu þeirra. Tengdar fréttir Nýir ráðherrar taka væntanlega við keflinu á morgun Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taka væntanlega við embættum sínum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið. Ekki þarf að kalla saman flokksráð Samfylkingarinnar til að samþykkja nýja ráðherraskipan. 1. september 2010 12:24 Formaður SI vill að Kristján Möller sitji áfram sem ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, telur ástæðu til að óttast að uppstokkun í ríkisstjórn geti heft framgang samgönguframkvæmda hverfi núverandi samgönguráðherra, Kristján Möller, úr stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 1. september 2010 16:39 Hrókeringar í ríkisstjórn í dag Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, munu hætta í ríkisstjórninni í vikunni. Allar líkur eru á að Kristján L. Möller samgönguráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hverfi einnig á braut. Tilkynnt verður um breytingar á ríkisstjórninni áður en þing kemur saman á morgun. 1. september 2010 06:15 Þingflokkarnir funda Þingflokksfundir hafa verið boðaðir hjá stjórnarflokkunum í tengslum við uppstokkun í ríkisstjórninni. Þingmenn VG hittast klukkan níu og Samfylkingarmenn klukkutíma síðar. 1. september 2010 08:21 Óvíst hvort viðræður um ráðherraskipti klárist í dag Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er mætti stuttu fyrir klukkan tvö í dag á þingflokksfund Samfylkingarinnar. Þar eru meðal annars fyrirhuguð ráðherraskipti kynnt. 1. september 2010 14:04 Ríkisráð kemur saman Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan tólf. Fundir ríkisráðs eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, um mitt ár og á gamlársdag, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti. 1. september 2010 17:57 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Mikil óánægja er innan Samfylkingarinnar með að Ögmundur Jónasson sé á leið inn í ríkisstjórn á sama tíma og Jón Bjarnason situr þar áfram, en þeir eru báðir sagðir tilheyra órólegu deildinni í Vinstri grænum. Af þessum sökum hefur forsætisráðherra ákveðið að kalla saman flokksstjórnarfund í Samfylkingunni í fyrramálið. Það hefur legið í loftinu um nokkurra vikna skeið að stokkað yrði upp í ríkisstjórninni og í gærkvöldi hófst ráðherrakapallinn fyrir alvöru þegar forsætisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar einn á fætur öðrum á sinn fund í stjórnarráðinu. Í morgun komu þingflokkar stjórnarflokkanna svo saman til vinnufundar og var búist við að formenn flokkanna greindu þar frá niðurstöðum sínum varðandi nýja skipan við stjórnarborðið og þingmenn augljóslega spenntir að heyra niðurstöðuna. Fjármálaráðherra átti síðan tveggja stunda fund með forsætisráðherra í hádeginu. Forsætisráðherra sagði eftir fundinn að hún vonaði að hægt yrði að ganga frá málinu í dag en það varð ekki niðurstaðan. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er það aðallega vegna óánægju innan Samfylkingarinnar með að Jón Bjarnason sitji áfram á ráðherrastóli á sama tíma og Ögmundur Jónasson settist á ný við stjórnarborðið.Ögmundur: Jóhanna skipar til sætis Forsætisráðherra hefur umboð flokksstjórnar til að gera breytingar á ríkisstjórninni. En síðdegis var ákveðið að kalla flokksstjórnina saman klukkan tíu í fyrramálið, að loknum þingflokksfundi þar sem niðurstaðan verður kynnt. Vinstri grænir funduðu einnig fram eftir degi. „Þetta verður allt saman tilkynnt þegar þetta verður tilbúið. Fram af því ræðum við þetta ekki við fjölmiðla," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. „Það er á hendi forsætisráðherra að skipa til sætis í Stjórnarráðinu. Hún hefur ekki kallað mig til fundar," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður VG og fyrrverandi ráðherra. Hann vill taka sæti í ríkisstjórn á nýjan leik. „Ég er búinn að vera það í 11 mánuði. Ég fór út úr ríkisstjórninni vegna ágreinings um Icesavedeiluna. Sú deila er komin inn í allt annan farveg en hún var þá." Ef þingflokkar og flokksstjórn blessa nýjan ráðherralista í fyrramálið er reiknað með að ríkisráðsfundur verði á Bessastöðum skömmu fyrir hádegi þar sem nýir ráðherra taka við og einhverjir yfirgefa stjórnarborðið.Ögmundur og Jón kallaðir á fund Jóhönnu Nú síðdegis kallaði forsætisráðherra Ögmund Jónasson og Jón Bjarnason á sinn fund í Stjórnarráðinu, væntanlega til að ræða stöðu þeirra.
Tengdar fréttir Nýir ráðherrar taka væntanlega við keflinu á morgun Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taka væntanlega við embættum sínum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið. Ekki þarf að kalla saman flokksráð Samfylkingarinnar til að samþykkja nýja ráðherraskipan. 1. september 2010 12:24 Formaður SI vill að Kristján Möller sitji áfram sem ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, telur ástæðu til að óttast að uppstokkun í ríkisstjórn geti heft framgang samgönguframkvæmda hverfi núverandi samgönguráðherra, Kristján Möller, úr stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 1. september 2010 16:39 Hrókeringar í ríkisstjórn í dag Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, munu hætta í ríkisstjórninni í vikunni. Allar líkur eru á að Kristján L. Möller samgönguráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hverfi einnig á braut. Tilkynnt verður um breytingar á ríkisstjórninni áður en þing kemur saman á morgun. 1. september 2010 06:15 Þingflokkarnir funda Þingflokksfundir hafa verið boðaðir hjá stjórnarflokkunum í tengslum við uppstokkun í ríkisstjórninni. Þingmenn VG hittast klukkan níu og Samfylkingarmenn klukkutíma síðar. 1. september 2010 08:21 Óvíst hvort viðræður um ráðherraskipti klárist í dag Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er mætti stuttu fyrir klukkan tvö í dag á þingflokksfund Samfylkingarinnar. Þar eru meðal annars fyrirhuguð ráðherraskipti kynnt. 1. september 2010 14:04 Ríkisráð kemur saman Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan tólf. Fundir ríkisráðs eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, um mitt ár og á gamlársdag, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti. 1. september 2010 17:57 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Nýir ráðherrar taka væntanlega við keflinu á morgun Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur taka væntanlega við embættum sínum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í fyrramálið. Ekki þarf að kalla saman flokksráð Samfylkingarinnar til að samþykkja nýja ráðherraskipan. 1. september 2010 12:24
Formaður SI vill að Kristján Möller sitji áfram sem ráðherra Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, telur ástæðu til að óttast að uppstokkun í ríkisstjórn geti heft framgang samgönguframkvæmda hverfi núverandi samgönguráðherra, Kristján Möller, úr stjórn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 1. september 2010 16:39
Hrókeringar í ríkisstjórn í dag Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, munu hætta í ríkisstjórninni í vikunni. Allar líkur eru á að Kristján L. Möller samgönguráðherra og Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hverfi einnig á braut. Tilkynnt verður um breytingar á ríkisstjórninni áður en þing kemur saman á morgun. 1. september 2010 06:15
Þingflokkarnir funda Þingflokksfundir hafa verið boðaðir hjá stjórnarflokkunum í tengslum við uppstokkun í ríkisstjórninni. Þingmenn VG hittast klukkan níu og Samfylkingarmenn klukkutíma síðar. 1. september 2010 08:21
Óvíst hvort viðræður um ráðherraskipti klárist í dag Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er mætti stuttu fyrir klukkan tvö í dag á þingflokksfund Samfylkingarinnar. Þar eru meðal annars fyrirhuguð ráðherraskipti kynnt. 1. september 2010 14:04
Ríkisráð kemur saman Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan tólf. Fundir ríkisráðs eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, um mitt ár og á gamlársdag, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti. 1. september 2010 17:57