Norðurlandaráð bað barþjón afsökunar Pétur Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2010 06:00 Frétt Aftonbladet. Forseti Norðurlandaráðs kallaði forseta Norðurlandaráðs æskunnar á sinn fund á fimmtudagsmorgun til þess að ræða framkomu eins þingfulltrúa við barþjón á Ölstofunni í Reykjavík. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær veittist ungur liðsmaður Svíþjóðardemókrata (SD) að barþjóni af palestínskum uppruna með rasískum fúkyrðum og kastaði í hann glasi. Fréttir af þessu voru meðal fimm mest lesnu frétta á fréttavefum sænsku dagblaðanna DN, Aftonbladet og Expressen í gær. Aftonbladet segir að niðurstaða fundar forseta Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðs æskunnar hafi orðið sú að barþjóninum hafi verið send opinber afsökunarbeiðni Norðurlandaráðs æskunnar. Þar hafi atvikið verið harmað en um leið áréttað að ráðið tæki ekki ábyrgð á framkomu einstaklinga úr hópi þingfulltrúa og áheyrnarfulltrúa. Sænsku fjölmiðlarnir nefna unga Svíþjóðardemókratann. Hann heitir William Hahne og er átján ára fjölmiðlafulltrúi ungliðahreyfingar SD, sem er þjóðernissinnaður hægriflokkur sem var einn af sigurvegurum þingkosninganna í Svíþjóð fyrr á þessu ári. „Við í Norðurlandaráði æskunnar flækjumst inn í þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Minna Lindberg, formaður Norðurlandaráðs æskunnar, í samtali við vefsíðuna E í gær. Hún var kölluð til fundar með forseta Norðurlandaráðs vegna málsins. Hún var á stödd Ölstofunni eins og fjölmargir aðrir þingfulltrúar en segist í samtali við Expressen ekki hafa séð hvað gerðist þótt hún hafi orðið vör við átök og segir að einn af félögum Hahnes í Norðurlandaráði æskunnar hafi tekið þátt í að róa menn niður. „Við höfum lagt mjög hart að okkur í samstarfi Norðurlandaráðs æskunnar og Norðurlandaráðs,“ segir Minna og kveðst vona að framkoma Williams Hahne á Ölstofunni í Reykjavík hafi ekki skaðleg áhrif á stöðu Norðurlandaráðs æskunnar gagnvart Norðurlandaráði. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Forseti Norðurlandaráðs kallaði forseta Norðurlandaráðs æskunnar á sinn fund á fimmtudagsmorgun til þess að ræða framkomu eins þingfulltrúa við barþjón á Ölstofunni í Reykjavík. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær veittist ungur liðsmaður Svíþjóðardemókrata (SD) að barþjóni af palestínskum uppruna með rasískum fúkyrðum og kastaði í hann glasi. Fréttir af þessu voru meðal fimm mest lesnu frétta á fréttavefum sænsku dagblaðanna DN, Aftonbladet og Expressen í gær. Aftonbladet segir að niðurstaða fundar forseta Norðurlandaráðs og Norðurlandaráðs æskunnar hafi orðið sú að barþjóninum hafi verið send opinber afsökunarbeiðni Norðurlandaráðs æskunnar. Þar hafi atvikið verið harmað en um leið áréttað að ráðið tæki ekki ábyrgð á framkomu einstaklinga úr hópi þingfulltrúa og áheyrnarfulltrúa. Sænsku fjölmiðlarnir nefna unga Svíþjóðardemókratann. Hann heitir William Hahne og er átján ára fjölmiðlafulltrúi ungliðahreyfingar SD, sem er þjóðernissinnaður hægriflokkur sem var einn af sigurvegurum þingkosninganna í Svíþjóð fyrr á þessu ári. „Við í Norðurlandaráði æskunnar flækjumst inn í þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir Minna Lindberg, formaður Norðurlandaráðs æskunnar, í samtali við vefsíðuna E í gær. Hún var kölluð til fundar með forseta Norðurlandaráðs vegna málsins. Hún var á stödd Ölstofunni eins og fjölmargir aðrir þingfulltrúar en segist í samtali við Expressen ekki hafa séð hvað gerðist þótt hún hafi orðið vör við átök og segir að einn af félögum Hahnes í Norðurlandaráði æskunnar hafi tekið þátt í að róa menn niður. „Við höfum lagt mjög hart að okkur í samstarfi Norðurlandaráðs æskunnar og Norðurlandaráðs,“ segir Minna og kveðst vona að framkoma Williams Hahne á Ölstofunni í Reykjavík hafi ekki skaðleg áhrif á stöðu Norðurlandaráðs æskunnar gagnvart Norðurlandaráði.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira