Verðlaus kvótaveð 8. ágúst 2010 18:43 Einu veð Byggðastofnunar fyrir 1,3 milljarða króna lánum sem stofnunin hefur veitt eru í verðlausum rækjukvóta, þrátt fyrir að slíkt stríði gegn lögum. Útlit er fyrir að afskrifa þurfi stóran hluta lánanna og því mun Ríkissjóður enn á ný þurfa að leggja stofnunni til meira fé. Forstjóri Byggðastofnunar segir eðlilegar skýringar á málinu. Hlutverk Byggðastofnunar, sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið, er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni, m.a. með lánveitingum. Átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og -vinnslu eru í viðskiptum við Byggðastofnun. Veð í úthafsrækjukvóta eru í fjórum tilvikum einu tryggingarnar á bak við lánin. Þessi fyrirtæki eru einkahlutafélögin Forrest Gump, Birnir, F420 og Útgerðarfélagið ÞH 380. Stærstu og oft einu eignir þessara fyrirtækja er kvótinn sjálfur. Hann er þá vistaður á skipum annarra lögaðila. Í lögum um samningsveð kemur fram að ólöglegt er að veðsetja kvóta, einan og sér. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er þó sjálfur kvótinn. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að upphaflega hafi lánin verið veitt rækjuvinnslum og veð tekið í skipum í þeirra eigu. „Í einhverjum tilvikum hafa rækjuvinnslur farið á höfuðið og þá hefur verið gengið að öðrum veðum verksmiðjunnar," segir hann. Skuld fyrirtækjanna fjögurra við Byggðastofnun nemur tæpum 1,3 milljörðum króna. Sé miðað við það leiguverð sem hefur verið á rækjukvóta samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu, áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar, hefur Byggðastofnun fært verðmæti kvótans í bækur sínar á margföldu verði. Aðalsteinn segir að erfitt sé að átta sig á verðmæti heimilda og að ekki sé hægt að miða við leiguverð í því sambandi. Eftir að veiðar voru gefnar frjálsar er kvótinn nær verðlaus. Það má því gera ráð fyrir að Byggðastofnun fái lítið, ef nokkuð upp í kröfur sínar. Aðalsteinn segir að erfitt sé að svara því hvernig það muni líta út á endanum. Á síðasta rekstrarári var eiginfjárhlutfall stofnunarinnar um þremur prósentum undir lögbundnu lágmarki fjármálafyrirtækja. Til að bregðast við þessu samþykkti Alþingi í fjárlögum 2010 heimild til að veita stofnuninni aukið eiginfjárframlag að fjárhæð einum milljarði króna. Ljóst er á þessu að það framlag muni varla duga til. „Eigandi stofnunarinnar, íslenska ríkið, verður að taka til þess afstöðu hvort og þá hvernig þessu verður haldið áfram." Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Einu veð Byggðastofnunar fyrir 1,3 milljarða króna lánum sem stofnunin hefur veitt eru í verðlausum rækjukvóta, þrátt fyrir að slíkt stríði gegn lögum. Útlit er fyrir að afskrifa þurfi stóran hluta lánanna og því mun Ríkissjóður enn á ný þurfa að leggja stofnunni til meira fé. Forstjóri Byggðastofnunar segir eðlilegar skýringar á málinu. Hlutverk Byggðastofnunar, sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið, er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni, m.a. með lánveitingum. Átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og -vinnslu eru í viðskiptum við Byggðastofnun. Veð í úthafsrækjukvóta eru í fjórum tilvikum einu tryggingarnar á bak við lánin. Þessi fyrirtæki eru einkahlutafélögin Forrest Gump, Birnir, F420 og Útgerðarfélagið ÞH 380. Stærstu og oft einu eignir þessara fyrirtækja er kvótinn sjálfur. Hann er þá vistaður á skipum annarra lögaðila. Í lögum um samningsveð kemur fram að ólöglegt er að veðsetja kvóta, einan og sér. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er þó sjálfur kvótinn. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að upphaflega hafi lánin verið veitt rækjuvinnslum og veð tekið í skipum í þeirra eigu. „Í einhverjum tilvikum hafa rækjuvinnslur farið á höfuðið og þá hefur verið gengið að öðrum veðum verksmiðjunnar," segir hann. Skuld fyrirtækjanna fjögurra við Byggðastofnun nemur tæpum 1,3 milljörðum króna. Sé miðað við það leiguverð sem hefur verið á rækjukvóta samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu, áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar, hefur Byggðastofnun fært verðmæti kvótans í bækur sínar á margföldu verði. Aðalsteinn segir að erfitt sé að átta sig á verðmæti heimilda og að ekki sé hægt að miða við leiguverð í því sambandi. Eftir að veiðar voru gefnar frjálsar er kvótinn nær verðlaus. Það má því gera ráð fyrir að Byggðastofnun fái lítið, ef nokkuð upp í kröfur sínar. Aðalsteinn segir að erfitt sé að svara því hvernig það muni líta út á endanum. Á síðasta rekstrarári var eiginfjárhlutfall stofnunarinnar um þremur prósentum undir lögbundnu lágmarki fjármálafyrirtækja. Til að bregðast við þessu samþykkti Alþingi í fjárlögum 2010 heimild til að veita stofnuninni aukið eiginfjárframlag að fjárhæð einum milljarði króna. Ljóst er á þessu að það framlag muni varla duga til. „Eigandi stofnunarinnar, íslenska ríkið, verður að taka til þess afstöðu hvort og þá hvernig þessu verður haldið áfram."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira