Eurovision: Truflarinn Jimmy Jump orðin stórstjarna í Osló Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 14:23 Spænski flytjandinn hélt haus þrátt fyrir að vitleysingurinn Jimmy væri allt í einu mættur í atriðið hans. Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira