Eurovision: Truflarinn Jimmy Jump orðin stórstjarna í Osló Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 14:23 Spænski flytjandinn hélt haus þrátt fyrir að vitleysingurinn Jimmy væri allt í einu mættur í atriðið hans. Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Sjá meira