Lífið

Fáum ekki leið á Jólahjólinu

Strákarnir í Sniglabandinu hafa spilað saman í 25 ár. Þeir gefa út þriggja diska afmælispakka af því tilefni.fréttablaðið/anton
Strákarnir í Sniglabandinu hafa spilað saman í 25 ár. Þeir gefa út þriggja diska afmælispakka af því tilefni.fréttablaðið/anton

„Við höfum ekkert breyst. Það hafa bara allir í kringum okkur breyst,“ segir snigillinn Skúli Gautason, en Sniglabandið fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni gefur hljómsveitin út þriggja diska afmælispakka sem ber einfaldlega nafnið „25“. Afmælispakkinn inniheldur tvo hljómdiska og einn mynddisk. Fyrri hljómdiskurinn skartar mörgum af vinsælustu lögum Sniglabandsins en á þeim seinni er að finna lög sem aldrei áður hafa verið gefin út á geisladiski. Á mynddisknum er svo hægt að horfa á tvenna tónleika Sniglabandsins í Borgarleikhúsinu.

Skúli segir að Sniglabandið hafi spilað á margvíslegum uppákomum í gegnum árin, en að þeir tónleikar sem bandið hefur haldið í leikhúsinu séu í uppáhaldi. „Þessi hljómsveit á það til að fara út í leikræna tilburði svo þegar við spilum í Borgarleikhúsinu þá líður okkur eins og litlum börnum sem komast í dótakassa,“ segir Skúli.Skúli er fljótur að svara þegar hann er spurður út í vinsælasta lag Sniglabandsins.

„Ég myndi halda að það væri „Jólahjól“. Við erum beðnir um að spila það allan ársins hring.“ Hann segir þá félaga samt ekki vera orðna leiða á laginu. „Það er eitthvað við þetta lag. Það virðist vera orðið að sameign þjóðarinnar og það gilda einhver önnur lögmál um svoleiðis lög.“

- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.