Heimafæðingum fjölgar ört 4. ágúst 2010 05:00 Heimafæðingar hafa aukist mikið hér á landi á síðustu árum. nordicphotos/gettty Breska læknatímaritið Lancet birti leiðara í síðustu viku þar sem fram kemur að niðurstöður fjölþjóðlegrar magnrannsóknar, birtra í bandaríska læknatímaritinu American Journal og Obstetrics & Gynecology, sýni fram á að heimafæðingar auki líkur á ungbarnadauða um helming. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að fyrirfram ætlaðar heimafæðingar hjá heilbrigðum konum utan áhættuhópa miðað við fyrirfram ætlaðar spítalafæðingar sama hóps kvenna auki hættu á ungbarnadauða um helming (0,2 prósent á móti 0,09 prósent),“ segir í grein Lancet. „Konur hafa rétt á því að velja hvort og hvernig þær fæði, en þær hafa ekki rétt á því að stofna börnunum sínum í hættu.“ „Mér finnst verið að taka af konum sjálfræðið með þessari fullyrðingu,“ segir Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir. „Allar mæður hugsa mest um barnið sitt. Allar.“ Áslaug hefur sinnt heimafæðingum í þrettán ár og segir langflest tilvik ganga vel. Hún segir að svo framarlega sem konan sé hraust og meðganga hafi gengið vel, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að fæða barnið heima. „En ef eitthvað bregður útaf; hiti móður, hjartsláttartruflanir barns, fæðingin orðin langdregin eða eitthvað annað, þá færist fæðingin upp á spítala.“ Áslaug segir niðurstöður rannsóknarinnar í Lancet segja litla sögu. „Við vitum ekkert hvaðan þessar tölur koma. Einn þriðji af heima-fæðingum í Bandaríkjunum er til dæmis án ljósmóður eða heilbrigðisstarfsmanns,“ segir hún. „Sú tölfræði sem Bretar eru farnir að reiða sig á er á góðri leið með að verða jafn slæm og tölfræði Bandaríkjamanna.“ Áslaug segir flestar ljósmæður velja að fæða heima hjá sér og ánægðustu mæðurnar séu þær sem eignist börnin sín heima. Hildur Kristjánsdóttir, ljósmóðir hjá Landlæknisembættinu, segir heimafæðingar teljast öruggar að uppfylltum vissum skilyrðum. „Það er algjört skilyrði að ljósmóðir geti aðstoðað við fæðingu. Ef konan er frísk, utan áhættuhóps og ekkert óeðlilegt við meðgönguna, hefur ekki verið talið neitt á móti heimafæðingum. Þetta er upplýst val kvenna.“ Heimafæðingar hér á landi hafa aukist á síðustu árum og um 40 prósenta aukning er á milli síðustu tveggja ára. sunna@frettabladid.is Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Breska læknatímaritið Lancet birti leiðara í síðustu viku þar sem fram kemur að niðurstöður fjölþjóðlegrar magnrannsóknar, birtra í bandaríska læknatímaritinu American Journal og Obstetrics & Gynecology, sýni fram á að heimafæðingar auki líkur á ungbarnadauða um helming. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að fyrirfram ætlaðar heimafæðingar hjá heilbrigðum konum utan áhættuhópa miðað við fyrirfram ætlaðar spítalafæðingar sama hóps kvenna auki hættu á ungbarnadauða um helming (0,2 prósent á móti 0,09 prósent),“ segir í grein Lancet. „Konur hafa rétt á því að velja hvort og hvernig þær fæði, en þær hafa ekki rétt á því að stofna börnunum sínum í hættu.“ „Mér finnst verið að taka af konum sjálfræðið með þessari fullyrðingu,“ segir Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir. „Allar mæður hugsa mest um barnið sitt. Allar.“ Áslaug hefur sinnt heimafæðingum í þrettán ár og segir langflest tilvik ganga vel. Hún segir að svo framarlega sem konan sé hraust og meðganga hafi gengið vel, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að fæða barnið heima. „En ef eitthvað bregður útaf; hiti móður, hjartsláttartruflanir barns, fæðingin orðin langdregin eða eitthvað annað, þá færist fæðingin upp á spítala.“ Áslaug segir niðurstöður rannsóknarinnar í Lancet segja litla sögu. „Við vitum ekkert hvaðan þessar tölur koma. Einn þriðji af heima-fæðingum í Bandaríkjunum er til dæmis án ljósmóður eða heilbrigðisstarfsmanns,“ segir hún. „Sú tölfræði sem Bretar eru farnir að reiða sig á er á góðri leið með að verða jafn slæm og tölfræði Bandaríkjamanna.“ Áslaug segir flestar ljósmæður velja að fæða heima hjá sér og ánægðustu mæðurnar séu þær sem eignist börnin sín heima. Hildur Kristjánsdóttir, ljósmóðir hjá Landlæknisembættinu, segir heimafæðingar teljast öruggar að uppfylltum vissum skilyrðum. „Það er algjört skilyrði að ljósmóðir geti aðstoðað við fæðingu. Ef konan er frísk, utan áhættuhóps og ekkert óeðlilegt við meðgönguna, hefur ekki verið talið neitt á móti heimafæðingum. Þetta er upplýst val kvenna.“ Heimafæðingar hér á landi hafa aukist á síðustu árum og um 40 prósenta aukning er á milli síðustu tveggja ára. sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira