Barátta á bakvið tjöldin Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2010 20:57 Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira
Valdabarátta fer fram á bakvið tjöldin innan Vinstri grænna sem meðal annars endurspeglast í harðnandi átökum innan flokksins um evrópumál. Hófsamari öfl í flokknum segja kröfur harðlínuarmsins í þeim efnum í raun kröfu um stjórnarslit. Undanfarnar vikur hefur hópur harðra andstæðinga Evrópusambandsins innan Vinstri grænna orðið æ háværari sem meðal annars birtist í heilsíðu auglýsingum í dagblöðunum um helgina. Þar er forysta flokksins sögð hafa farið gegn stefnu hans og fyrirheitum í Evrópumálum. Talað er um aðlögunarferli en ekki umsóknarferli og bergmálar það málflutning Heimssýnar, þar sem saman eru komnir einarðir andstæðingar sambandsins frá hægri og vinstri. Áhrifafólki innan Vinstri grænna gremst þátttaka flokkssystikyna í Heimssýn og talar jafnvel um hana sem vanheilagt bandalag við hægri öfgamenn, sem eigi ekkert sameinglegt með félagslegum áherslum flokksins. Það sé undarlegt að þetta sama fólk vilji stefna stjórnarsamstarfinu í hættu með kröfum um að umsóknin að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Það sé bein ögrun við samstarfsflokkinn og stjórnarsáttmálann. Katrín Jakbobsdóttir varaformaður flokksins er einarður andstæðingur aðildar að Evrópusambandinu, en hennar starf sem varaformaður felst meðal annars í að bera klæði á vopin innan flokksins. Hún telur aðildarviðræðurnar ekki hafa leysts upp í aðlögunarferli. „Þó má segja að þessar aðildarviðræður hafa breyst á undanförnum árum hjá Evrópusambandinu og þróast meira út í aðlögunarferli. En við höfum hins vegar litið svo á að það þurfi ekki að gilda um Ísland í þessum viðræðum og það verði engar stofnanabreytingar nema þjóðin ákveði að segja já við þeim samningi sem verður komið heim með," segir Katrín. Á þeim forsendum hafi ráðherrar Vinstri grænna ekki sóst eftir styrkjum frá Evrópusambandinu í tengslum við viðræðurnar. Steingrímur J. Sigfússon hefur verið formaður flokksins í öll þau rúmu tíu ár sem liðin eru frá stofnun flokksins. Heimildarmenn innan flokksins segja hluta flokksmanna með Ögmund Jónasson í fararbroddi takast á um áhrif og völd inann flokksins við núverandi flokksforystu. Þessi hópur reynist forystunni erfiður, til dæmis varðandi Icesave og gráti það ekki þótt formaðurinn og aðrir honum nátengdir, séu málaðir á vegginn sem svikarar við stefnu flokksins í evrópumálum sem og öðrum málum.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Sjá meira