Innlent

Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi

Níutíu og þrjú prósent þátttakenda á Þjóðfundi telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi sem kemur saman í febrúar á næsta ári.
Níutíu og þrjú prósent þátttakenda á Þjóðfundi telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi sem kemur saman í febrúar á næsta ári.
Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Framkvæmd og form fundarins fengu einnig góð meðmæli, en 97% þátttakenda fannst fundarformið gott , 95% fannst fundurinn ganga vel og 75% töldu framkvæmd fundarins til fyrirmyndar.

50 manna hópur svæðisstjóra og svonefndra lóðsa ásamt stjórnlaganefnd og starfsfólki stjórnlagaþings hóf að vinna úr niðurstöðum fundarins strax að honum loknum og er þeirri vinnu fram haldið í dag. Stjórnlaganefnd kynnir meginniðurstöður Þjóðfundarins á blaðamannafundi klukkan 16 í dag.

Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur
Mynd/Pjetur

Tengdar fréttir

Þjóðfundur hafinn

Um eitt þúsund manns komu saman til Þjóðfundar klukkan níu í morgun en fundurinn er haldinn í Laugardagshöllinni. Markmið hans er að kalla fram viðhorf þjóðarinnar til stjórnarskrárinnar og móta hugmyndir fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Fundað verður eftir samskonar fyrirkomulagi og á þjófundinum sem grasrótarhreyfingin Mauraþúfan stóð fyrir í fyrra en frumniðurstöður hans verða svo kynntar á blaðamannafundi á morgun.

Hemmi á Þjóðfundi: Förum að haga okkur eins og fólk

„Ég held að allir komi með fínum ásetningi um að leggja sitt á vogskálarnar,“ segir dagskrárgerðarmaðurinn Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn. Hann er einn þjóðfundargesta. „Þetta er þverskurður af þjóðinni.“

Þjóðfundurinn gengur „glimrandi vel“

„Langfelstir sem ég hef rætt við í kaffipásum telja að þessi fundur muni gagnast stjórnalagaþinginu þegar það kemur saman í febrúar,“ segir Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Þjóðfundar, sem nú fer fram í Laugardagshöll þar sem um þúsund þátttakendur af landinu öllu eru mættir til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá. Berghildur segir fundinn ganga glimrandi vel.

Góð stemning á Þjóðfundi | Myndir

Tæplega þúsund Íslendingar sem valdir voru með slembiúrtaki komu saman í Laugardalshöll í morgun til Þjóðfundar. Viðmælendur fréttastofu segja gott andrúmsloft vera á fundinum. Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum fyrr í dag og myndaði fundinn.

Nýbökuð móðir með brjóstabarn á Þjóðfundi

Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands verður haldinn næstkomandi laugardag 6. nóvember í Laugardalshöll. Um 1000 þáttakendur eru skráðir á fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Hlutverk þeirra er að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og endurskoðun á henni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.