Innlent

Þykir fresturinn óþægilegur

Þráinn Bertelsson.
Þráinn Bertelsson.

„Ég hef þá skoðun að svo fremi sem þessi skýrsla hafi eitthvert innihald og innlegg í rannsókn þessa máls, eins og henni er ætlað að verða, þá er mjög slæmt að það skuli dragast að henni sé skilað," segir Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, um þá ákvörðun rannsóknarnefndar Alþingis að fresta skýrslunni til lok febrúar.

Þráni þykir fresturinn illskiljanlegur og grunar að hann sé tilkomin vegna viðbragða aðila sem finna má í skýrslunni.

„Mér þykir fresturinn óþægilegur," segir Þráinn sem telur skýrsluna koma til með að hafa umtalsverð áhrif á umræðuna um þjóðfélagsmálin og orsakir hrunsins. Hann telur það hinsvegar óásættanlegt verði henni frestað fram yfir þjóðaratkvæðagreiðsluna sem er fyrirhuguð þann 6. mars.

„Það er ekki heldur gott að hún skuli koma út síðustu dagana fyrir atkvæðagreiðsluna," segir Þráinn sem vill að þjóðin fái tíma og rúm til þess að ræða skýrsluna og meta þær upplýsingar sem fram koma.

Hann áréttar að það sé mikilvægt að almenningur gangi yfirvegaður til kosninga þann 6. mars.


Tengdar fréttir

Hrunskýrslu aftur seinkað

Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi nefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur þess huganlega út í lok febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×