Stríðsminjar rifnar án samráðs við minjavernd 15. september 2010 18:56 Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Flugmálayfirvöld eru sökuð um skemmdarverk með niðurrifi stríðsminja við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Forstöðumaður húsafriðunarnefndar segir nánast óásættanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið án samráðs við minjavörslur ríkis og borgar.Fyrr í vikunni var byrjað að rífa byggingu sem staðið hefur við hlið gamla flugturnsins allt frá árum síðari heimstyrjaldar. Áhugamenn um flugsöguna, eins og Ómar Ragnarsson og Arngrímur Jóhannsson, lýsa áhyggjum vegna niðurrifsins og Pétur P. Johnson, sem um árabil hafði aðstöðu í turninum, kallar þetta skemmdarverk enda hafi viðbyggingin verið hluti af turninum.Forstöðumaður húsafriðunarnefndar ríkisins, Nikulás Úlfar Másson, fór á vettvang í gær, ásamt borgarminjaverði, og hann segir illskiljanlegt að byggingarfulltrúinn í Reykjavík skyldi leyfa niðurrifið. Það hafi verið gert án samráðs við minjavörslurnar, bæði í Reykjavík og á landsvísu. Þetta sé því sem næst óásættanlegt.Frá Isavia fengust þau svör að niðurrif viðbyggingarinnar væri gert vegna tilmæla frá byggingarfulltrúa um að hressa upp á útlit gamla turnsins en ætlunin væri svo að mála hann.Það var breski herinn sem byggði flugturninn haustið 1940 og þessar gömlu myndir frá því þegar Reykjavíkurflugvöllur var afhentur Íslendingum eftir stríð sýna turninn með viðbyggingunni.Nikulás telur viðbygginguna hluta af flugturninum. Hún sé næstum jafngömul honum og að sínu áliti óaðskiljanlegur hluti þessa sögulega mannvirkis. Þetta séu ekki aðeins stórmerkar stríðsminjar heldur einnig minjar um flugsögu Íslendinga. Flugturninn geymi stóran hluta af sögu tuttugustu aldar á Íslandi. Þarna hafi verið miðstöð bandamanna á Norður-Atlantshafi og þetta sé fyrsti flugturn Íslendinga."Þarna eru bara mjög merkar minjar sem geyma mjög merka sögu, og ber að varðveita," segir Nikulás Úlfar.Byggingarfulltrúinn í Reykjavík, Magnús Sædal Svavarsson, segir húsafriðunarlög aðeins ná yfir hús sem byggð eru fyrir árið 1918 og þau sem ráðherra hafi friðlýst. Hvorugt eigi við um gamla flugturninn, auk þess sem hann telji viðbygginguna ekki hluta af turninum.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira