Erlent

Ráðist að rótum talibana

Bandaríkjaher hefur sett sér það markmið að ná Zhari í Kandaharhéraði á sitt vald í sumar. Talibanahreyfingin varð til fyrir meira en áratug í Zhari, þar sem leiðtogi hennar, Muhammad Omar, er fæddur og uppalinn.

Með því að ná Zhari á sitt vald vonast Bandaríkjamenn til þess að tryggja öryggi borgarinnar Kandahar, þar sem höfuðstöðvar talibana voru lengst af.

Búist er við hörðum bardögum þar næstu vikur og mánuði, því talibanar ráða enn lögum og lofum í Zhari-héraði.- gb









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×