Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum Elvar Geir Magnússon skrifar 2. september 2010 07:45 Fréttablaðið/Anton „Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina. „Ég er búinn með allt þetta. Við eldri gaurarnir sitjum bara, drekkum kaffi og horfum á guttana leika sér í þessu. Við erum farnir að kvarta yfir hávaðanum í þessu og það segir ýmislegt um hvað við erum orðnir gamlir," sagði Gunnleifur kíminn. FH-ingar hafa tangarhald á KR-ingum og lögðu þá enn eina ferðina á mánudaginn. „Við vissum að KR er með frábært lið og við töluðum um það fyrir leikinn að þetta væri úrslitaleikur. Þó þeir hafi verið á miklu skriði vissum við að það myndi ekki telja mikið þegar út í þennan leik væri komið," sagði Gunnleifur. „Þeir veittu okkur verðuga mótspyrnu en það var samt alltaf ró yfir okkar leik fannst mér. Við vorum mjög yfirvegaðir og vorum að leika kannski mun aftar en við erum vanir. Stundum þarf bara að vinna leiki þannig og það gekk vel." Atli Viðar Björnsson skoraði eina mark leiksins en Gunnleifur hélt hreinu og uppskar níu í einkunn fyrir sína frammistöðu. „Ég er sáttur við minn leik. Eftir Fylkisleikinn var ég svekktur enda hefði ég getað gert betur í mörkunum sem ég fékk á mig þar. En ég er með frábæra leikmenn í liði sem sáu til þess að við náðum að skora fleiri mörk en þeir og unnum leikinn. Við töpum saman sem lið og vinnum saman sem lið," sagði Gunnleifur. FH-ingar eru fjórum stigum frá toppliði ÍBV þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. „Við þurfum að einbeita okkur að því sem við erum að gera, við getum ekki haft nein áhrif á það sem gerist í öðrum leikjum. Ég vona bara að vinir mínir Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson verði ekki í góðum gír heldur hleypi okkur nær sér. Þá er aldrei að vita hvað gerist." Þar sem Gunnleifur er HK-ingur að upplagi væri það þá ekki hans versta martröð að sjá Breiðablik hampa titlinum í lokin? „Alltaf er verið að reyna að veiða mig í eitthvað svona! Ég orða það bara þannig að það væri best ef FH yrði Íslandsmeistari. Ég get ekki sagt neitt annað," sagði Gunnleifur. Fram undan eru fyrstu landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins. „Nú er þessi leikur gegn KR að baki og maður byrjaður að einbeita sér að leiknum gegn Noregi á föstudaginn. Við ætlum bara að reyna að skapa góða stemningu inni í hópnum og ná að gera einhverja hluti í leiknum á föstudaginn," sagði Gunnleifur. Í landsliðshópnum að þessu sinni eru nokkrir leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með U21-landsliðinu. „Það er mjög ánægjulegt. Þeir eru búnir að sýna það og sanna í sinni undankeppni að þeir eru verðugir í þetta A-landslið og eiga allt hrós skilið. Ég held að þeir séu mjög tilbúnir." Gunnleifur segist þekkja norska landsliðið vel. „Við þekkjum flesta leikmenn sem eru að spila þarna og þekkjum hugmyndir þjálfarans um hvernig eigi að spila fótbolta. Þeir eiga ekkert að koma okkur á óvart en við eigum eftir að fara yfir það í vikunni hvernig við eigum að bregðast við og leggja upp okkar leik. Við þurfum að hafa hausinn í lagi og vera klárir," sagði Gunnleifur Gunnleifsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira