Enski boltinn

Joey Barton tileinkaði Hughton verðlaun sín sem maður leiksins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Newcastle-menn fagna þriðja markinu á móti Liverpool í kvöld.
Newcastle-menn fagna þriðja markinu á móti Liverpool í kvöld. Mynd/AP
Joey Barton, var valinn maður leiksins þegar Newcastle vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik liðsins undir stórn nýja stjórans Alan Pardew. Barton tileinkaði hinsvegar gamla stjóranum, Chris Hughton, verðlaun sín í leikslok.

„Við vorum allir vonsviknir með að missa Chris. Það var mikil synd því það var frábær stemmning í búningsklefanum og okkur þykir öllum mjög vænt um hvern annan," sagði Barton eftir leik.

„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu eftir erfiða viku og nú er bara að halda áfram á uppleið. Þessi leikur snérist um okkur leikmennina og við töluðum um það fyrir leikinn," sagði Barton.

„Við höfum sýnt að við erum í þessu saman og við náðum í þrjú stig sem við þurfum nauðsynlega á að halda," sagði Barton kátur í leiklok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×