Marinó G. Njálsson: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja“ Valur Grettisson skrifar 19. nóvember 2010 09:48 Marinó G. Njálsson. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það," svarar Marinó G. Njálsson hvort hann ætli að endurskoða afstöðu sína eftir að frétt Fréttatímans um skuldastöðu hans birtist í dag. Marinó tilkynnti á bloggi sínu í gær að hann hefði sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtak Heimilanna. Á bloggi sínu skrifar Marinó: „Vegna ítrekaðrar hnýsni fréttamanna í mín einkamál, sé ég mig tilneyddan til að segja af mér stjórnarmennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Fréttatímans, hafa ákveðið að mínar skuldir séu söluvara. Hafa þeir ákveðið, þrátt fyrir óskir um hið gagnstæða, að birta frétt um skuldastöðu mína og konu minnar í næsta tölublaði." Þess má geta að Fréttatíminn birti ekki frétt um skuldastöðu Marinós, heldur greindi blaðið frá því að það hefði lagt fram fyrirspurnir um stöðuna. Aðspurður hvort Marinó finnist óeðlilegt af fréttamönnum að spyrja um skuldastöðu hans svarar Marínó: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja." Hann bendir á að fólk í annarri hagsmunagæslu sé iðullega ekki spurt um sína stöðu til þess að réttlæta hagsmunagæslu sína. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað að fela svaraði hann því til að spurning fréttamanns Vísis væri komin á sömu slóðir og Fréttatímans. Hann svaraði hinsvegar að lokum: „Auðvitað hef ég ekkert að fela og það skiptir ekki máli. Þetta eru mínar prívat skuldir og mitt prívat líf." Marinó staðfesti hinsvegar í samtali við Vísi að hann myndi halda áfram að sinna trúnaðarstörfum fyrir samtökin en sjálfur var hann á leiðinni á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis þegar við hann var rætt. Tengdar fréttir Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans. 18. nóvember 2010 16:32 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
„Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það," svarar Marinó G. Njálsson hvort hann ætli að endurskoða afstöðu sína eftir að frétt Fréttatímans um skuldastöðu hans birtist í dag. Marinó tilkynnti á bloggi sínu í gær að hann hefði sagt sig úr stjórn Hagsmunasamtak Heimilanna. Á bloggi sínu skrifar Marinó: „Vegna ítrekaðrar hnýsni fréttamanna í mín einkamál, sé ég mig tilneyddan til að segja af mér stjórnarmennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna. Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Fréttatímans, hafa ákveðið að mínar skuldir séu söluvara. Hafa þeir ákveðið, þrátt fyrir óskir um hið gagnstæða, að birta frétt um skuldastöðu mína og konu minnar í næsta tölublaði." Þess má geta að Fréttatíminn birti ekki frétt um skuldastöðu Marinós, heldur greindi blaðið frá því að það hefði lagt fram fyrirspurnir um stöðuna. Aðspurður hvort Marinó finnist óeðlilegt af fréttamönnum að spyrja um skuldastöðu hans svarar Marínó: „Já, mér finnst óeðlilegt að spyrja." Hann bendir á að fólk í annarri hagsmunagæslu sé iðullega ekki spurt um sína stöðu til þess að réttlæta hagsmunagæslu sína. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað að fela svaraði hann því til að spurning fréttamanns Vísis væri komin á sömu slóðir og Fréttatímans. Hann svaraði hinsvegar að lokum: „Auðvitað hef ég ekkert að fela og það skiptir ekki máli. Þetta eru mínar prívat skuldir og mitt prívat líf." Marinó staðfesti hinsvegar í samtali við Vísi að hann myndi halda áfram að sinna trúnaðarstörfum fyrir samtökin en sjálfur var hann á leiðinni á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis þegar við hann var rætt.
Tengdar fréttir Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans. 18. nóvember 2010 16:32 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Hættir í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Marínó G. Njálsson, stjórnarmaður i Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur látið af því embætti. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að ástæðan sé endurtekin hnýsni fjölmiðla í sín mál. Málið á rætur að rekja til umfjöllunar Fréttatímans um skuldamál Marínós, eftir því sem fram kemur á bloggvef hans. 18. nóvember 2010 16:32