Innlent

Útsendingar svæðisstöðva RÚV lagðar niður

Útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins verða lagðar niður á næstunni. Þremur starfsmönnum stofnunarinnar á Austurlandi hefur verið sagt upp og húsnæði RÚV á Egilsstöðum er til sölu. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurgluggi.is

Ríkisútvarpið sagði í gær og í dag upp á þriðja tug starfsmanna vegna samdráttar. Uppsagnirnar eru liður í niðurskurði hjá RÚV en alls þarf að skera niður um 400 milljónir króna.

Þá hefur þulum Ríkissjónvarpsins verið sagt upp störfum að því er kemur fram á fréttavefnum Pressan.is.




Tengdar fréttir

Blóðugur niðurskurður á RÚV: Elín Hirst meðal þeirra sem var sagt upp

Fréttakonunni Elínu Hirst og dagskrágerðarkonunum Þóru Tómasdóttur, Elsu Maríu Jakobsdóttur og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, hefur verið sagt upp störfum hjá RÚV. Þeim var tilkynnt um uppsagnirnar í dag en þær verða tilkynntar formlega á morgun samkvæmt heimildum Vísis.

Mörður: Páll segi af sér og skili jeppanum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar vill að Páll Magnússon segi af sér sem útvarpsstjóri. Hann gagnrýnir stjórn stofnunarinnar og tekur upp hanskann fyrir Vinstri græna og ályktun sem samþykkt var flokksráðsfundi flokksins um síðustu helgi þar sem þungum áhyggjum var lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi.

RÚV hafnar aðdróttunum Vinstri grænna

Stjórn Ríkisútvarpsins harmar ályktun flokksráðs Vinstri grænna um síðustu helgi og „hafnar þeim aðdróttunum sem þar er beint að starfsfólki og starfsemi RÚV.“ Stjórnin telur ályktunina meiðandi fyrir starfsfólk Ríkisútvarpsins og lýsa fádæma vanþekkingu flutningsmanna og þeirra sem hana samþykktu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×