Kántrí-upprisa Kid Rock 25. nóvember 2010 21:00 Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tónlistarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreytingin malar fyrir hann gull. Upp úr aldamótum þegar rapprokkið (e.: nu metal) var að renna sitt skeið á enda sendi Kid Rock frá sér plötuna Cocky. Á henni má finna kántrílagið Picture, sem Sheryl Crow söng ásamt Rock. Lagið kom ekki út áreynslulaust. Útgáfufyrirtæki Kids Rock kærði sig ekki um að hann breytti ímynd sinni úr harðgerðum rapprokkara í dúnmjúkan kántrísöngvara á einni nóttu og til að bæta gráu ofan á svart náðust ekki samningar við útgáfufyrirtæki Crow um útgáfu lagsins á smáskífu. Henni var því skipt út fyrir söngkonuna Allison Moorer. Lagið gat þá komið út, sló rækilega í gegn og Kid Rock hafði farið í kántríið (e.þ. gone country). Gone country er bandarískt slangur sem lýsir tónlistarmanni sem skiptir yfir í kántrítónlist. Gott dæmi um hljómsveit sem hefur farið í kántríið með góðum árangri er Bon Jovi en árið 2007 sendi hljómsveitin frá sér plötuna Lost Highway. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem fór beint á topp bandaríska Billboard-listans. Slangrið lýsir reyndar líka sifjaspelli, en það er enginn að saka Kid Rock um slíkt. Dæmi um misheppnaða tilraun til að fara í kántríið er platan Do You Know með Jessicu Simpson frá árinu 2008. Platan gerði nánast út af við tónlistarferil Simpson, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið. Til að undirstrika þessa nýju ímynd má nefna að Kid Rock eyddi hluta þessa árs í að hita upp fyrir Bon Jovi. Á sama tíma fyrir áratug hitaði hann upp fyrir hljómsveitir á borð við Korn og System of a Down. Það getur enginn sakað Kid Rock um leti. Hann er búinn að vera að lengi; gaf út fyrstu plötuna 1990 og sló í gegn í átta árum síðar með plötunni Devil Without a Cause eftir mikið streð. Rock lýsir nýju plötunni sem lífrænni blöndu af blús og rokki. Rick Rubin stýrði upptökum á plötunni, en hann hefur unnið með meisturum á borð við Johnny Cash, Slayer og System of a Down. Platan er sú fyrsta sem Kid Rock sendir frá sér sem er ekki með viðvörunarmerki sem varar við óhefluðu orðbragði. Þykir það til marks um nýja ímynd tónlistarmannsins. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Vandræðagemlingurinn Kid Rock sendi á dögunum frá sér plötuna Born Free. Ólíkt fyrstu skrefum Rocks í tónlistarbransanum er Born Free kántríplata af gamla skólanum og stefnubreytingin malar fyrir hann gull. Upp úr aldamótum þegar rapprokkið (e.: nu metal) var að renna sitt skeið á enda sendi Kid Rock frá sér plötuna Cocky. Á henni má finna kántrílagið Picture, sem Sheryl Crow söng ásamt Rock. Lagið kom ekki út áreynslulaust. Útgáfufyrirtæki Kids Rock kærði sig ekki um að hann breytti ímynd sinni úr harðgerðum rapprokkara í dúnmjúkan kántrísöngvara á einni nóttu og til að bæta gráu ofan á svart náðust ekki samningar við útgáfufyrirtæki Crow um útgáfu lagsins á smáskífu. Henni var því skipt út fyrir söngkonuna Allison Moorer. Lagið gat þá komið út, sló rækilega í gegn og Kid Rock hafði farið í kántríið (e.þ. gone country). Gone country er bandarískt slangur sem lýsir tónlistarmanni sem skiptir yfir í kántrítónlist. Gott dæmi um hljómsveit sem hefur farið í kántríið með góðum árangri er Bon Jovi en árið 2007 sendi hljómsveitin frá sér plötuna Lost Highway. Hún var fyrsta plata hljómsveitarinnar sem fór beint á topp bandaríska Billboard-listans. Slangrið lýsir reyndar líka sifjaspelli, en það er enginn að saka Kid Rock um slíkt. Dæmi um misheppnaða tilraun til að fara í kántríið er platan Do You Know með Jessicu Simpson frá árinu 2008. Platan gerði nánast út af við tónlistarferil Simpson, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undanfarið. Til að undirstrika þessa nýju ímynd má nefna að Kid Rock eyddi hluta þessa árs í að hita upp fyrir Bon Jovi. Á sama tíma fyrir áratug hitaði hann upp fyrir hljómsveitir á borð við Korn og System of a Down. Það getur enginn sakað Kid Rock um leti. Hann er búinn að vera að lengi; gaf út fyrstu plötuna 1990 og sló í gegn í átta árum síðar með plötunni Devil Without a Cause eftir mikið streð. Rock lýsir nýju plötunni sem lífrænni blöndu af blús og rokki. Rick Rubin stýrði upptökum á plötunni, en hann hefur unnið með meisturum á borð við Johnny Cash, Slayer og System of a Down. Platan er sú fyrsta sem Kid Rock sendir frá sér sem er ekki með viðvörunarmerki sem varar við óhefluðu orðbragði. Þykir það til marks um nýja ímynd tónlistarmannsins. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira