Innlent

Mótmælanda Íslands minnst í kvöld

Valur Grettisson skrifar
Helgi Hóseason með skiltið fræga.
Helgi Hóseason með skiltið fræga.

„Í dag er liðið ár frá andláti Helga Hóesasonar og við ætlum að minnast þess með lítilli minningarhellu," segir Alexander Freyr Einarsson, sem ásamt meðlimum Vantrúar og velgjörðarmanna af Facebook, mun afhjúpa minningarhellu á horni Langholtsvegar og Holtavegar í dag.

Helgi Hóesason var oft kallaður mótmælandi Íslands. Á hverjum degi gátu Íslendingar borið hann augum á horni Langholtsvegar og Holtavegar þar sem hann stóð vopnaður mótmælandaskilti.

En skiltin hans helga eru jafn merkileg og óþrjótandi barátta hans sjálfs til þess að bæta heiminn en á minningarskildinum verður einmitt fræg áletrun af einu skiltinu hans sem var „Hver skapaði sýkla".

„Ég held að hann hafi þar verið að vísa til guðs," segir Alxeander Freyr sem sjálfur bjó í fjölmörg ár í sama hverfi og Helgi og man því vel eftir mótmælumHelga.

Alexander stofnaði hóp á Facebook sem vann ötullega að því að reisa minnisvarðann. Þá segir Alexander að verkið hefði varla tekist ef ekki hefði verið fyrir Vantrú sem er hópur trúleysingja, en Helgi var sennilega frægastur þeirra á meðan hann lifði.

„Ég er hrikalega ánægður með að þetta sé gengið í gegn því þvað var mikill missir af Helga. Hann setti svip sinn á hverfið," segir Alexander en stefnt er að því að skjöldurinn verði afhjúpaður klukkan sex í kvöld.

„Hann eyddi miklum tíma á horninu það hefði verið synd ef hann hefði horfið okkur sjónum. Ég met hans mikil og vil minnast hans með þessum hætti," segir Alexander.

Gengið verður frá Skipasundi 48, sem var heimili Helga, klukkan tíu mínútur í sex í kvöld. Klukkan sex verður skjöldurinn svo afhjúpaður á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Ahöfnin verður látlaus og stutt.

Alexander hvetur almenning, og ekki síst fólk úr hverfinu, til þess að fjölmenna fyrir utan heimili Helga og minnast þessa sérkennilega manns.

Annar minnisvarði var afhjúpaður í ágúst en það var ekki á vegum sama hóps. Því verða tveir minnisvarðar um Helga á götuhorninu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×