Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög 22. mars 2010 19:32 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Mynd/Stefán Karlsson Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Í lögum um rannsóknarnefnd Alþingis sett voru haustið 2008 var ákvæði um að nefndin ætti að skila skýrslu sinni í nóvember ári síðar. Lögum um nefndina var síðan breytt á síðasta ári, þegar fyrirséð var að birting skýrslunnar myndi frestast, og sett var inn ákvæði um að nefndin skyldi skila skýrslunni fyrir lok janúar 2010. Svo frestaðist skýrslan, án þess að lagabreyting kæmi til. Og í dag var tilkynnt að hún yrði birt hinn 12. apríl. „Ég er ákaflega glöð og fegin að menn eru að ljúka þessum störfum og það er greinilegt að þeir ætla að vanda verkið. Ég legg áherslu á að það sé vel unnið að þessum málum svo hægt er að klára þetta fyrir páska," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. Ásta segir að það sé túlkunaratriði hvort rannsóknarefndin hafi brotið lög. „Menn túlka það svo ef að þetta er af óviðráðanlegum orsökum og menn séu að ljúka þessu þá sé ekki sé hægt að segja að þetta sé beint lagabrot." Skýrslan er rúmlega 2000 blaðsíður að lengd og verður gefin út í níu bindum. Óhætt er að segja að gífurleg leynd hvíli yfir skýrslunni, en hún hefur verið prentuð í Odda um helgar og hafa verðir staðið vaktina og gætt þess að enginn komist yfir textann sem lítur dagsins ljós eftir páska. Ef menn vilja eignast skýrsluna þá verður hún föl fyrir sex þúsund krónur í bókabúðum þegar hún kemur út. Henni verður hins vegar dreift ókeypis í rafrænni útgáfu á netinu á slóðinni rannsoknarnefnd.althingi.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Í lögum um rannsóknarnefnd Alþingis sett voru haustið 2008 var ákvæði um að nefndin ætti að skila skýrslu sinni í nóvember ári síðar. Lögum um nefndina var síðan breytt á síðasta ári, þegar fyrirséð var að birting skýrslunnar myndi frestast, og sett var inn ákvæði um að nefndin skyldi skila skýrslunni fyrir lok janúar 2010. Svo frestaðist skýrslan, án þess að lagabreyting kæmi til. Og í dag var tilkynnt að hún yrði birt hinn 12. apríl. „Ég er ákaflega glöð og fegin að menn eru að ljúka þessum störfum og það er greinilegt að þeir ætla að vanda verkið. Ég legg áherslu á að það sé vel unnið að þessum málum svo hægt er að klára þetta fyrir páska," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. Ásta segir að það sé túlkunaratriði hvort rannsóknarefndin hafi brotið lög. „Menn túlka það svo ef að þetta er af óviðráðanlegum orsökum og menn séu að ljúka þessu þá sé ekki sé hægt að segja að þetta sé beint lagabrot." Skýrslan er rúmlega 2000 blaðsíður að lengd og verður gefin út í níu bindum. Óhætt er að segja að gífurleg leynd hvíli yfir skýrslunni, en hún hefur verið prentuð í Odda um helgar og hafa verðir staðið vaktina og gætt þess að enginn komist yfir textann sem lítur dagsins ljós eftir páska. Ef menn vilja eignast skýrsluna þá verður hún föl fyrir sex þúsund krónur í bókabúðum þegar hún kemur út. Henni verður hins vegar dreift ókeypis í rafrænni útgáfu á netinu á slóðinni rannsoknarnefnd.althingi.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira