Túlkunaratriði hvort rannsóknarnefndin hafi brotið lög 22. mars 2010 19:32 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Mynd/Stefán Karlsson Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Í lögum um rannsóknarnefnd Alþingis sett voru haustið 2008 var ákvæði um að nefndin ætti að skila skýrslu sinni í nóvember ári síðar. Lögum um nefndina var síðan breytt á síðasta ári, þegar fyrirséð var að birting skýrslunnar myndi frestast, og sett var inn ákvæði um að nefndin skyldi skila skýrslunni fyrir lok janúar 2010. Svo frestaðist skýrslan, án þess að lagabreyting kæmi til. Og í dag var tilkynnt að hún yrði birt hinn 12. apríl. „Ég er ákaflega glöð og fegin að menn eru að ljúka þessum störfum og það er greinilegt að þeir ætla að vanda verkið. Ég legg áherslu á að það sé vel unnið að þessum málum svo hægt er að klára þetta fyrir páska," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. Ásta segir að það sé túlkunaratriði hvort rannsóknarefndin hafi brotið lög. „Menn túlka það svo ef að þetta er af óviðráðanlegum orsökum og menn séu að ljúka þessu þá sé ekki sé hægt að segja að þetta sé beint lagabrot." Skýrslan er rúmlega 2000 blaðsíður að lengd og verður gefin út í níu bindum. Óhætt er að segja að gífurleg leynd hvíli yfir skýrslunni, en hún hefur verið prentuð í Odda um helgar og hafa verðir staðið vaktina og gætt þess að enginn komist yfir textann sem lítur dagsins ljós eftir páska. Ef menn vilja eignast skýrsluna þá verður hún föl fyrir sex þúsund krónur í bókabúðum þegar hún kemur út. Henni verður hins vegar dreift ókeypis í rafrænni útgáfu á netinu á slóðinni rannsoknarnefnd.althingi.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins hefur verið frestað enn einu sinni og verður hún birt hinn 12. apríl næstkomandi. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur þegar brotið lög um sjálfa sig með því fresta birtingu skýrslunnar, en forseti Alþingis segir það túlkunaratriði. Í lögum um rannsóknarnefnd Alþingis sett voru haustið 2008 var ákvæði um að nefndin ætti að skila skýrslu sinni í nóvember ári síðar. Lögum um nefndina var síðan breytt á síðasta ári, þegar fyrirséð var að birting skýrslunnar myndi frestast, og sett var inn ákvæði um að nefndin skyldi skila skýrslunni fyrir lok janúar 2010. Svo frestaðist skýrslan, án þess að lagabreyting kæmi til. Og í dag var tilkynnt að hún yrði birt hinn 12. apríl. „Ég er ákaflega glöð og fegin að menn eru að ljúka þessum störfum og það er greinilegt að þeir ætla að vanda verkið. Ég legg áherslu á að það sé vel unnið að þessum málum svo hægt er að klára þetta fyrir páska," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis. Ásta segir að það sé túlkunaratriði hvort rannsóknarefndin hafi brotið lög. „Menn túlka það svo ef að þetta er af óviðráðanlegum orsökum og menn séu að ljúka þessu þá sé ekki sé hægt að segja að þetta sé beint lagabrot." Skýrslan er rúmlega 2000 blaðsíður að lengd og verður gefin út í níu bindum. Óhætt er að segja að gífurleg leynd hvíli yfir skýrslunni, en hún hefur verið prentuð í Odda um helgar og hafa verðir staðið vaktina og gætt þess að enginn komist yfir textann sem lítur dagsins ljós eftir páska. Ef menn vilja eignast skýrsluna þá verður hún föl fyrir sex þúsund krónur í bókabúðum þegar hún kemur út. Henni verður hins vegar dreift ókeypis í rafrænni útgáfu á netinu á slóðinni rannsoknarnefnd.althingi.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira