Hótaði fangaverði lífláti í stroktilraun 6. janúar 2010 06:00 Gæsluvarðhald var framlengt enn einu sinni yfir brasilíska lýtalækninum Ramos í gær. Hann hefur ætíð áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, án árangurs. Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is
Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira