Hótaði fangaverði lífláti í stroktilraun 6. janúar 2010 06:00 Gæsluvarðhald var framlengt enn einu sinni yfir brasilíska lýtalækninum Ramos í gær. Hann hefur ætíð áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, án árangurs. Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti um hádegisbilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framlengingar á gæsluvarðhaldi hans, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn, sem hann hótaði fangaflutningamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutningsmönnum Fangelsismálastofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni," segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fangaflutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hendinni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutningsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamaður af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert," segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna stroktilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast samstundis." Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mannrán og mótþróa við handtöku. Á Þorláksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda varðandi hann. jss@frettabladid.is
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira