Hætta ekki að spila fyrr en börnin mæta á Kaffibarinn 17. apríl 2010 08:30 Spilaglaðir feður Gísli Galdur og Benni ásamt frumburðum sínum, Hrafni Darra Benediktssyni og Bríeti Eyju Gísladóttur. fréttablaðið/vilhelm Benni B-Ruff og Gísli Galdur standa fyrir Pabbahelgum á Kaffibarnum. Þeir félagar segja föðurhlutverkið hafa opnað nýjar víddir en vilja þó ekki alveg gefa skemmtanalífið upp á bátinn. Plötusnúðarnir og feðurnir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, og Gísli Galdur Þorgeirsson standa fyrir Pabbahelgum, nýjum tónlistarkvöldum sem haldin verða mánaðarlega á Kaffibarnum. Fyrsta Pabbahelgin fer fram í kvöld og er miklu stuði lofað. Aðspurðir segja plötusnúðarnir að hugmyndin að Pabbahelgunum hafi kviknað þegar unnustur þeirra voru óléttar og þeir ákváðu að þeyta skífum saman skyldi eitthvað út af bera. „Við höfðum spilað saman sem tvíeyki af og til um nokkurt skeið og ákváðum að „bakka“ hvor annan upp á meðan unnustur okkar voru óléttar þannig að ef annar okkar þyrfti að hlaupa frá þá gæti hinn klárað giggið. Við ákváðum einnig að spila saman síðustu giggin fyrir og eftir fæðingu hjá hvor öðrum af sömu ástæð. Stuttu síðar tókum við að okkur að spila heila helgi og einn félagi okkar skírði helgina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafnið eiginlega til,“ útskýrir Benedikt. Strákarnir munu spila fjölbreytta tónlist á umræddum kvöldum og ætla ekki helga sig einni ákveðinni tónlistarstefnu. „Við ætlum að brjóta þetta svolítið upp og spila fjölbreytta tónlist þannig að fólk sé ekki að dansa við sama taktinn allt kvöldið,“ segir Gísli Galdur. Spurðir út í föðurhlutverkið segja þeir það yndislegt og að það hafi opnað nýjar víddir að eignast barn. Þeir segjast þó ekki ætla að gefa spilamennskuna upp á bátinn strax þrátt fyrir að vera orðnir feður. „Maður mun seint hætta að spila og örugglega ekki fyrr en dóttir mín fer að mæta á Kaffibarinn, þá segi ég þetta komið gott,“ segir Gísli Galdur og hlær. Pabbahelgin hefst stundvíslega klukkan 23.00 í kvöld. sara@frettabladid.is Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Benni B-Ruff og Gísli Galdur standa fyrir Pabbahelgum á Kaffibarnum. Þeir félagar segja föðurhlutverkið hafa opnað nýjar víddir en vilja þó ekki alveg gefa skemmtanalífið upp á bátinn. Plötusnúðarnir og feðurnir Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, og Gísli Galdur Þorgeirsson standa fyrir Pabbahelgum, nýjum tónlistarkvöldum sem haldin verða mánaðarlega á Kaffibarnum. Fyrsta Pabbahelgin fer fram í kvöld og er miklu stuði lofað. Aðspurðir segja plötusnúðarnir að hugmyndin að Pabbahelgunum hafi kviknað þegar unnustur þeirra voru óléttar og þeir ákváðu að þeyta skífum saman skyldi eitthvað út af bera. „Við höfðum spilað saman sem tvíeyki af og til um nokkurt skeið og ákváðum að „bakka“ hvor annan upp á meðan unnustur okkar voru óléttar þannig að ef annar okkar þyrfti að hlaupa frá þá gæti hinn klárað giggið. Við ákváðum einnig að spila saman síðustu giggin fyrir og eftir fæðingu hjá hvor öðrum af sömu ástæð. Stuttu síðar tókum við að okkur að spila heila helgi og einn félagi okkar skírði helgina pabbahelgi í gríni og þannig varð nafnið eiginlega til,“ útskýrir Benedikt. Strákarnir munu spila fjölbreytta tónlist á umræddum kvöldum og ætla ekki helga sig einni ákveðinni tónlistarstefnu. „Við ætlum að brjóta þetta svolítið upp og spila fjölbreytta tónlist þannig að fólk sé ekki að dansa við sama taktinn allt kvöldið,“ segir Gísli Galdur. Spurðir út í föðurhlutverkið segja þeir það yndislegt og að það hafi opnað nýjar víddir að eignast barn. Þeir segjast þó ekki ætla að gefa spilamennskuna upp á bátinn strax þrátt fyrir að vera orðnir feður. „Maður mun seint hætta að spila og örugglega ekki fyrr en dóttir mín fer að mæta á Kaffibarinn, þá segi ég þetta komið gott,“ segir Gísli Galdur og hlær. Pabbahelgin hefst stundvíslega klukkan 23.00 í kvöld. sara@frettabladid.is
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira