Fullkomin heimasíða fyrir þá sem missa af Airwaves Tinni Sveinsson skrifar 13. október 2010 19:58 Svona mun síðan líta út þegar gestir Airwaves eru búnir að vera duglegir að dæla inn myndum. Smellið til að sjá myndina stærri. Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins. Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Á morgun fer í loftið glæný íslensk vefsíða með efni ólíku því sem hingað til hefur þekkst. Síðan heitir Liveproject.is og tekur hún fyrir einstaka viðburði hverju sinni, nú um helgina Airwaves-hátíðina. Á henni verða myndir og myndskeið sem notendur senda inn sýndar í réttri tímaröð og flottu umhverfi. Þeir sem heima sitja geta þannig fengið viðburðinn beint í æð, hvort sem það er tónleikahátíð eða stakir tónleikar. Nú um helgina geta allir sem missa af Airwaves því skoðað hátíðina með augum gestanna og linsum símanna þeirra allt frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds. Hugmyndasmiðirnir á bak við síðuna eru þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. „Við fengum hugmyndina nýlega og ákváðum að drífa hana í gang á Airwaves-hátíðinni. Þetta er rauntíma vídeó- og ljósmyndabloggsíða. Pælingin er sú að fólk geti upplifað atburði í gegnum síðuna með hjálp þeirra sem eru á staðnum. Þannig skapar fjöldinn stemmninguna og hinir fylgjast með í beinni," útskýrir Hörður.Við hverja mynd skrifa tónleikagestir síðan stutta myndatexta.Þó framsetningin sé einföld liggur að baki síðunni flókin forritun og er hún í höndum Arnars Yngvasonar forritara. Ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson verður síðan á Airwaves-hátíðinni á vegum síðunnar þannig að lesendur hennar munu eflaust rekast á margar flottar myndir og myndbönd eftir hann um helgina. Við hvetjum alla þá sem eru á Airwaves og í bænum í góðri stemmningu til að fara inn á farsímavefinn m.liveproject.is um helgina og senda inn myndir um leið og þeir smella af. Ferlið á síðunni er afar einfalt og fljótlegt. Liveproject.is fer í loftið seinnipartinn á morgun en einnig verður hægt að fylgjast með myndaflæðinu á Facebook-síðu verkefnisins.
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira